Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. apríl 2015 14:03 Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. Vísir/GVA/Ernir Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, hefur kallað eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birti þær sálfræðigreiningar sem hann sagði í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins að hefðu verið gerðar fyrir kröfuhafa föllnu bankanna á stjórnmálamönnum. „Varla mun úrskurðarnefnd um upplýsingamál standa gegn svo sakleysislegri beiðni,“ skrifar hann á Facebook og segist strax farinn að hlakka til lestursins. „En geri ráð fyrir að fátt muni koma mér á óvart!“ Össur segir að það hljóti að teljast þarft og tímabært að brjóta þá Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til mergjar út frá sálfræðilegu sjónarhorni.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum „Sú skýrsla gæti orðið bókmenntaverk ársins, jafnvel best-seller ef kæmist á markað,“ segir þingmaðurinn. Össur segir einnig að slíkar sálfræðigreinar geti verið mesti skemmtilestur en hann segist hafa lesið sálfræðigreiningu um sjálfan sig frá því að hann var utanríkisráðherra. „Hún var að ýmsu leyti flatterandi, og CIA fannst ég ekki vera líkt því eins kolgeggjaður og almennt fór orð af,“ segir hann. „Þar voru lýsingar á skaphöfn minni, m.a. sagt að ég væri „mercurial“ sem er sama orðið og vel metinn sendiherra notaði í annarri lýsingu, sem Wikileaks birti lika, um forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson,“ segir Össur. „Í skýrslunni um mig kom líka fram að Bandaríkin gætu ekki treyst mér gagnvart Palestínu. Þurfti nú ekki Einstein til að komast að þeirri niðurstöðu.“ Frá því að Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins að kröfuhafar föllnu bankanna hefðu tekið saman skýrslur og sálfræðigreiningar á þingmönnum og blaðamönnum hefur fréttastofa ítrekað óskað eftir því að fá þau gögn sem hann vísar til afhent, án árangurs.Sálfræðiskýrslur Sigmundar - öll gögn til fólksins!Sálgreining á stjórnmálamönnum getur verið mikill skemmtilestur. Ég...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, April 12, 2015 Alþingi Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, hefur kallað eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birti þær sálfræðigreiningar sem hann sagði í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins að hefðu verið gerðar fyrir kröfuhafa föllnu bankanna á stjórnmálamönnum. „Varla mun úrskurðarnefnd um upplýsingamál standa gegn svo sakleysislegri beiðni,“ skrifar hann á Facebook og segist strax farinn að hlakka til lestursins. „En geri ráð fyrir að fátt muni koma mér á óvart!“ Össur segir að það hljóti að teljast þarft og tímabært að brjóta þá Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til mergjar út frá sálfræðilegu sjónarhorni.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum „Sú skýrsla gæti orðið bókmenntaverk ársins, jafnvel best-seller ef kæmist á markað,“ segir þingmaðurinn. Össur segir einnig að slíkar sálfræðigreinar geti verið mesti skemmtilestur en hann segist hafa lesið sálfræðigreiningu um sjálfan sig frá því að hann var utanríkisráðherra. „Hún var að ýmsu leyti flatterandi, og CIA fannst ég ekki vera líkt því eins kolgeggjaður og almennt fór orð af,“ segir hann. „Þar voru lýsingar á skaphöfn minni, m.a. sagt að ég væri „mercurial“ sem er sama orðið og vel metinn sendiherra notaði í annarri lýsingu, sem Wikileaks birti lika, um forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson,“ segir Össur. „Í skýrslunni um mig kom líka fram að Bandaríkin gætu ekki treyst mér gagnvart Palestínu. Þurfti nú ekki Einstein til að komast að þeirri niðurstöðu.“ Frá því að Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins að kröfuhafar föllnu bankanna hefðu tekið saman skýrslur og sálfræðigreiningar á þingmönnum og blaðamönnum hefur fréttastofa ítrekað óskað eftir því að fá þau gögn sem hann vísar til afhent, án árangurs.Sálfræðiskýrslur Sigmundar - öll gögn til fólksins!Sálgreining á stjórnmálamönnum getur verið mikill skemmtilestur. Ég...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, April 12, 2015
Alþingi Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira