Lífið

Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Alda Dís gaf sig alla í atriði sínu í kvöld.
Alda Dís gaf sig alla í atriði sínu í kvöld. Mynd/Andri Marinó
Alda Dís Arnardóttir bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent en úrslitakvöldið fór fram í Talent-höllinni við Korputorg í kvöld. Alda söng lagið Chandelier með Sia á úrslitakvöldinu í sinni eigin útgáfu. Hún hlaut mikið lof dómaranna og frá áhorfendum í sal. Hún er þar með hæfileikaríkasti Íslendingur dagsins í dag samkvæmt áhorfendum Stöðvar 2.

Söngkonan er 22 ára og kemur frá Hellissandi. Hún komst beint í undanúrslit úr áheyrnarprufum þáttanna þegar Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn.

Alda hlýtur í verðlaun 10 milljónir króna auk landsfrægðar en hún sagði í þættinum í kvöld að eftir þátttöku sína í Ísland Got Talent finni hún að auðveldara verður að vekja athygli á sér og sínum sönghæfileikum.

Hér að neðan má sjá siguratriði kvöldsins. 



Hér að neðan má sjá flutninginn sem kom Öldu upp úr undanúrslitum í úrslit kvöldsins. Siguratriðið verður birt á Vísi seinna í kvöld. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×