Lífið

Kynjafræði málþing framhaldskólanema: "Ákváðum að gera eitthvað“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
María Lilja Þrastardóttir stýrði einni málstofu á málþinginu
María Lilja Þrastardóttir stýrði einni málstofu á málþinginu

Í dag fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi málþing kynjafræðinema í framhaldsskólum. Auk MK voru komnir þarna nema frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, Borgarholtsskóla, Menntaskóla Borgarfjarðar, Flensborg og Kvennaskólanum í Reykjavík. Boðið var upp á ellefu málstofur en María Lilja Þrastardóttir leiddi eina slíka.

„Ég var svo heppin að fá að taka þátt í þessu,“ segir María Lilja. „Í stað þess að flyta hefðbundinn fyrirlestur ákváðum við að reyna að gera eitthvað rótækt sem myndi lifa áfram.“Úr varð lífleg umræða á Twitter undir kassamerkinu #6dagsleikinn. Jafn vel mætti segja að þetta væri í raun Kynlegar athugasemdir settar í 140 stafabil. „Þessi hugmynd kviknaði og eftir lýðræðislega kosningu varð #6dagsleikinn fyrir valinu. Þetta minnir aðeins á EverydaySexism sem hefur verið til erlendis.“

Að undanförnu hefur jafnréttisbaráttan orðið sýnilegri og sýnilegri á samfélagsmiðlum. Stutt er síðan #FreeTheNipple átakið skók samfélagið og á svipuðum tíma í fyrra var hópurinn Kynlegar athugasemdir stofnaður á Facebook. Skýring Maríu Lilju á því hvernig standi á því að baráttan sé að færast meir og meir inn á samfélagsmiðla er einföld.„Þetta er ungt fólk sem er að taka við sér og samskipti þess fara að miklu leiti fram í gegnum tæknina. Þau vilja fá upplýsingar og fá þær hratt og samfélagsmiðlarnir eru fullkomnir í þetta verk. Þetta ber vott af því hvert samfélagið er komið,“ segir María Lilja.

Að neðan má svo sjá öll ummæli sem birt hafa verið á Twitter í dag undir merkinu #6dagsleikinn

Tengdar fréttir

Þreyttar á bröndurum og orðræðu sem sýna kvenfyrirlitningu

„Það koma erfiðir femíniskir dagar en svo verður maður bjartsýnni, þegar maður sér viðbrögð sem þessi,“ segir ung kona sem stofnaði hóp á Facebook þar sem fólk er hvatt til að deila reynslu sinni af uppákomun þar sem kyn fólks er látið skipta máli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.