Ómögulegt að vita hvað Guðjón myndi vilja Linda Blöndal skrifar 2. apríl 2015 20:30 Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Byggingarefni og samfélagsgerðin sé allt önnur nú en þá. Erfitt sé að ráða í orð forsætisráðherra sem vill nota gamlar teikningar Guðjóns. Nokkuð tvíeggja hugmyndTillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar er nokkuð tvíeggja, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Guðjón var húsameistari ríkisins frá 1920 til 1950 og eftir hann eru margar fegurstu byggingar landsins. Guðjón er í hugum arkitekta einn sá flinkasti fyrr og síðar hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld mátti sjá hvernig húsið myndi verða á óbyggðri lóð Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Þar sagði Sigmundur Davíð að "nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús".Erfitt að ráða í orð ráðherra„Það er svolítið erfitt að ráða í þessi orð vegna þess að maður spyr hvernig á að vinna með Guðjóni Samúelssyni í dag nema að Sálarrannsóknarfélaginu verði falið að hafa milligöngu um þetta", sagði Hjörleifur í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Fyrir hundrað árum síðan þegar hann gerði þessar teikningar þá gerði hann þær út frá þeim byggingarefnum og byggingaraðferðum og samfélagsgerð sem þá var. En smá saman breyttust húsin sem Guðjón teiknaði, þau breyttust eftir því sem aðstæður breyttust og voru undir lok starfsævi hans orðin allt öðruvísi", segir Hjörleifur. „Hvernig hann myndi leysa þetta viðfangsefni, viðbyggingu við Alþingishúsið útfrá byggingarefnum dagsins í dag og þeim aðferðum sem nú eru notaðar, er ómögulegt að segja", segir hann. Hjörleifur segir að í tillögunum felist að virðing skuli borin fyrir gamla þinghúsinu sem var teiknað af húsameistara Dana Ferdinard Meldahl árið 1881 og segir Hjörleifur að í teikningu Guðjóns sé augljóslega borin virðing fyrir verki Meldahls.Líka góð tíðindi„Svo getum við líka valið þann kostinn að skoða þessi orð forsætisráðherra sem yfirlýsingu um hversu mikilvægt þetta verkefni er og hve merkileg bygging Alþingishúsið er. Að við eigum að vanda okkur eins og nokkur er kostur að gera bygginguna kurteislega og hæfilega með hliðsjón af Alþingishúsinu", sagði Hjörleifur sem segir að góðu tíðindin í tillögu ráðherra séu að nú sé kannski loks farið að huga að nauðsynlegri byggingu við þinghúsið. Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Það er ómögulegt að segja, nú hundrað árum síðar, hvernig Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins myndi byggja við Alþingishúsið í dag, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Byggingarefni og samfélagsgerðin sé allt önnur nú en þá. Erfitt sé að ráða í orð forsætisráðherra sem vill nota gamlar teikningar Guðjóns. Nokkuð tvíeggja hugmyndTillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar er nokkuð tvíeggja, segir Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Guðjón var húsameistari ríkisins frá 1920 til 1950 og eftir hann eru margar fegurstu byggingar landsins. Guðjón er í hugum arkitekta einn sá flinkasti fyrr og síðar hér á landi.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld mátti sjá hvernig húsið myndi verða á óbyggðri lóð Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnagötu. Þar sagði Sigmundur Davíð að "nýjar kynslóðir arkitekta samtímans muni fá einstakt tækifæri til að vinna með Guðjóni að því að reisa þetta glæsilega hús".Erfitt að ráða í orð ráðherra„Það er svolítið erfitt að ráða í þessi orð vegna þess að maður spyr hvernig á að vinna með Guðjóni Samúelssyni í dag nema að Sálarrannsóknarfélaginu verði falið að hafa milligöngu um þetta", sagði Hjörleifur í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Fyrir hundrað árum síðan þegar hann gerði þessar teikningar þá gerði hann þær út frá þeim byggingarefnum og byggingaraðferðum og samfélagsgerð sem þá var. En smá saman breyttust húsin sem Guðjón teiknaði, þau breyttust eftir því sem aðstæður breyttust og voru undir lok starfsævi hans orðin allt öðruvísi", segir Hjörleifur. „Hvernig hann myndi leysa þetta viðfangsefni, viðbyggingu við Alþingishúsið útfrá byggingarefnum dagsins í dag og þeim aðferðum sem nú eru notaðar, er ómögulegt að segja", segir hann. Hjörleifur segir að í tillögunum felist að virðing skuli borin fyrir gamla þinghúsinu sem var teiknað af húsameistara Dana Ferdinard Meldahl árið 1881 og segir Hjörleifur að í teikningu Guðjóns sé augljóslega borin virðing fyrir verki Meldahls.Líka góð tíðindi„Svo getum við líka valið þann kostinn að skoða þessi orð forsætisráðherra sem yfirlýsingu um hversu mikilvægt þetta verkefni er og hve merkileg bygging Alþingishúsið er. Að við eigum að vanda okkur eins og nokkur er kostur að gera bygginguna kurteislega og hæfilega með hliðsjón af Alþingishúsinu", sagði Hjörleifur sem segir að góðu tíðindin í tillögu ráðherra séu að nú sé kannski loks farið að huga að nauðsynlegri byggingu við þinghúsið.
Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira