Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. apríl 2015 13:30 Úr Litahlaupinu sem fram fór í Abu Dhabi. vísir/getty Nú hafa selst um það bil fjögur þúsund miðar af þeim sex þúsund miðum sem í boði eru í The Color Run sem fram fer í Reykjavík í sumar og hefur miðasala gengið vonum framar. „Við opnuðum fyrir forsölu á midi.is í lok síðasta árs vegna þess að það var farið að spyrjast út að hlaupið yrði hér á landi í sumar og það var aðallega vegna þrýstings sem við opnuðum fyrir miðasöluna svona snemma,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn forsvarsmanna hlaupsins hér á landi. „Planið var að byrja með miðasöluna núna í apríl þannig að við byrjuðum að birta auglýsingar um hlaupið á dögunum en hingað til hefur aðeins verið umræða um hlaupið á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Stemning fyrir hlaupinu hefur verið stigvaxandi og nú hafa yfir 10.000 manns merkt sig á viðburðinn á Facebook þannig að miðað við þann áhuga og söluna upp á síðkastið þá verður uppselt á viðburðinn áður en langt um líður.“Fyrirtæki gefa hlaup í sumargjöf Davíð segir að þó nokkuð sé um að fyrirtæki séu að kaupa talsverðan fjölda af miðum til að gefa í sumargjafir til starfsmanna sinna. „Mörg fyrirtæki hafa haft samband og vilja koma á hópefli á meðal starfsfólks, hrista hópinn saman í skemmtilegri upplifun. Sum hafa ákveðið að taka þátt í hlaupinu sem hluta af vinnudegi starfsmanna og ætla að vera sérstaklega merkt í hlaupinu í skemmtilegri hópstemningu. Þetta er bara gaman og gerir ekkert annað en að krydda hlaupið. Það eru reyndar ekki bara fyrirtæki sem gera þetta. Til dæmis er rúmlega 100 manna æfingahópur í Reykjanesbæ sem ætlar að mæta í hlaupið saman þannig að þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Davíð. The Color Run hefur farið sigurför um heiminn síðustu 3 ár og stöðugt fjölgar löndum og borgum sem halda hlaupið. Á þessu ári verður hlaupið í meira en 50 löndum og borgirnar orðnar vel rúmlega 200. Hlaupið fer fram þann 6. júní í sumar í Reykjavík og hægt er að kaupa miða í hlaupið á midi.is. Tengdar fréttir Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Skiptinemar í Bandaríkjunum tóku þátt í The Color Run þar úti eftir að þeir uppgötvuðu að þau kæmust ekki í það hér heima. 20. mars 2015 18:54 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Nú hafa selst um það bil fjögur þúsund miðar af þeim sex þúsund miðum sem í boði eru í The Color Run sem fram fer í Reykjavík í sumar og hefur miðasala gengið vonum framar. „Við opnuðum fyrir forsölu á midi.is í lok síðasta árs vegna þess að það var farið að spyrjast út að hlaupið yrði hér á landi í sumar og það var aðallega vegna þrýstings sem við opnuðum fyrir miðasöluna svona snemma,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn forsvarsmanna hlaupsins hér á landi. „Planið var að byrja með miðasöluna núna í apríl þannig að við byrjuðum að birta auglýsingar um hlaupið á dögunum en hingað til hefur aðeins verið umræða um hlaupið á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Stemning fyrir hlaupinu hefur verið stigvaxandi og nú hafa yfir 10.000 manns merkt sig á viðburðinn á Facebook þannig að miðað við þann áhuga og söluna upp á síðkastið þá verður uppselt á viðburðinn áður en langt um líður.“Fyrirtæki gefa hlaup í sumargjöf Davíð segir að þó nokkuð sé um að fyrirtæki séu að kaupa talsverðan fjölda af miðum til að gefa í sumargjafir til starfsmanna sinna. „Mörg fyrirtæki hafa haft samband og vilja koma á hópefli á meðal starfsfólks, hrista hópinn saman í skemmtilegri upplifun. Sum hafa ákveðið að taka þátt í hlaupinu sem hluta af vinnudegi starfsmanna og ætla að vera sérstaklega merkt í hlaupinu í skemmtilegri hópstemningu. Þetta er bara gaman og gerir ekkert annað en að krydda hlaupið. Það eru reyndar ekki bara fyrirtæki sem gera þetta. Til dæmis er rúmlega 100 manna æfingahópur í Reykjanesbæ sem ætlar að mæta í hlaupið saman þannig að þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Davíð. The Color Run hefur farið sigurför um heiminn síðustu 3 ár og stöðugt fjölgar löndum og borgum sem halda hlaupið. Á þessu ári verður hlaupið í meira en 50 löndum og borgirnar orðnar vel rúmlega 200. Hlaupið fer fram þann 6. júní í sumar í Reykjavík og hægt er að kaupa miða í hlaupið á midi.is.
Tengdar fréttir Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Skiptinemar í Bandaríkjunum tóku þátt í The Color Run þar úti eftir að þeir uppgötvuðu að þau kæmust ekki í það hér heima. 20. mars 2015 18:54 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Skiptinemar í Bandaríkjunum tóku þátt í The Color Run þar úti eftir að þeir uppgötvuðu að þau kæmust ekki í það hér heima. 20. mars 2015 18:54
The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50