Yfir 4.000 miðar seldir í The Color Run Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. apríl 2015 13:30 Úr Litahlaupinu sem fram fór í Abu Dhabi. vísir/getty Nú hafa selst um það bil fjögur þúsund miðar af þeim sex þúsund miðum sem í boði eru í The Color Run sem fram fer í Reykjavík í sumar og hefur miðasala gengið vonum framar. „Við opnuðum fyrir forsölu á midi.is í lok síðasta árs vegna þess að það var farið að spyrjast út að hlaupið yrði hér á landi í sumar og það var aðallega vegna þrýstings sem við opnuðum fyrir miðasöluna svona snemma,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn forsvarsmanna hlaupsins hér á landi. „Planið var að byrja með miðasöluna núna í apríl þannig að við byrjuðum að birta auglýsingar um hlaupið á dögunum en hingað til hefur aðeins verið umræða um hlaupið á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Stemning fyrir hlaupinu hefur verið stigvaxandi og nú hafa yfir 10.000 manns merkt sig á viðburðinn á Facebook þannig að miðað við þann áhuga og söluna upp á síðkastið þá verður uppselt á viðburðinn áður en langt um líður.“Fyrirtæki gefa hlaup í sumargjöf Davíð segir að þó nokkuð sé um að fyrirtæki séu að kaupa talsverðan fjölda af miðum til að gefa í sumargjafir til starfsmanna sinna. „Mörg fyrirtæki hafa haft samband og vilja koma á hópefli á meðal starfsfólks, hrista hópinn saman í skemmtilegri upplifun. Sum hafa ákveðið að taka þátt í hlaupinu sem hluta af vinnudegi starfsmanna og ætla að vera sérstaklega merkt í hlaupinu í skemmtilegri hópstemningu. Þetta er bara gaman og gerir ekkert annað en að krydda hlaupið. Það eru reyndar ekki bara fyrirtæki sem gera þetta. Til dæmis er rúmlega 100 manna æfingahópur í Reykjanesbæ sem ætlar að mæta í hlaupið saman þannig að þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Davíð. The Color Run hefur farið sigurför um heiminn síðustu 3 ár og stöðugt fjölgar löndum og borgum sem halda hlaupið. Á þessu ári verður hlaupið í meira en 50 löndum og borgirnar orðnar vel rúmlega 200. Hlaupið fer fram þann 6. júní í sumar í Reykjavík og hægt er að kaupa miða í hlaupið á midi.is. Tengdar fréttir Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Skiptinemar í Bandaríkjunum tóku þátt í The Color Run þar úti eftir að þeir uppgötvuðu að þau kæmust ekki í það hér heima. 20. mars 2015 18:54 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Nú hafa selst um það bil fjögur þúsund miðar af þeim sex þúsund miðum sem í boði eru í The Color Run sem fram fer í Reykjavík í sumar og hefur miðasala gengið vonum framar. „Við opnuðum fyrir forsölu á midi.is í lok síðasta árs vegna þess að það var farið að spyrjast út að hlaupið yrði hér á landi í sumar og það var aðallega vegna þrýstings sem við opnuðum fyrir miðasöluna svona snemma,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson, einn forsvarsmanna hlaupsins hér á landi. „Planið var að byrja með miðasöluna núna í apríl þannig að við byrjuðum að birta auglýsingar um hlaupið á dögunum en hingað til hefur aðeins verið umræða um hlaupið á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Stemning fyrir hlaupinu hefur verið stigvaxandi og nú hafa yfir 10.000 manns merkt sig á viðburðinn á Facebook þannig að miðað við þann áhuga og söluna upp á síðkastið þá verður uppselt á viðburðinn áður en langt um líður.“Fyrirtæki gefa hlaup í sumargjöf Davíð segir að þó nokkuð sé um að fyrirtæki séu að kaupa talsverðan fjölda af miðum til að gefa í sumargjafir til starfsmanna sinna. „Mörg fyrirtæki hafa haft samband og vilja koma á hópefli á meðal starfsfólks, hrista hópinn saman í skemmtilegri upplifun. Sum hafa ákveðið að taka þátt í hlaupinu sem hluta af vinnudegi starfsmanna og ætla að vera sérstaklega merkt í hlaupinu í skemmtilegri hópstemningu. Þetta er bara gaman og gerir ekkert annað en að krydda hlaupið. Það eru reyndar ekki bara fyrirtæki sem gera þetta. Til dæmis er rúmlega 100 manna æfingahópur í Reykjanesbæ sem ætlar að mæta í hlaupið saman þannig að þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum,“ segir Davíð. The Color Run hefur farið sigurför um heiminn síðustu 3 ár og stöðugt fjölgar löndum og borgum sem halda hlaupið. Á þessu ári verður hlaupið í meira en 50 löndum og borgirnar orðnar vel rúmlega 200. Hlaupið fer fram þann 6. júní í sumar í Reykjavík og hægt er að kaupa miða í hlaupið á midi.is.
Tengdar fréttir Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Skiptinemar í Bandaríkjunum tóku þátt í The Color Run þar úti eftir að þeir uppgötvuðu að þau kæmust ekki í það hér heima. 20. mars 2015 18:54 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Tónlist Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Skiptinemar í Bandaríkjunum tóku þátt í The Color Run þar úti eftir að þeir uppgötvuðu að þau kæmust ekki í það hér heima. 20. mars 2015 18:54
The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50