Lífið

Darri Ingólfsson í Criminal Minds og á móti Clooney

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Darri Ingólfsson
Darri Ingólfsson mynd/julia
Íslenski leikarinn Darri Ingólfsson hefur nóg á sinni könnu þessa dagana. Hann lék raðmorðingja í nýjasta þætti Criminal Minds. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Darri leikur raðmorðingja en það gerði hann einnig í bandarísku þáttunum um Dexter.





Hann hefur einnig hreppt hlutverk í kvikmyndinni Money Monster sem koma á út í ár. Persóna Darra heitir Joji. Meðal þeirra sem leika á móti honum í henni eru George Clooney, Julia Roberts og Jack O‘Connell. Leikjstóri myndarinnar er Jodie Foster.

Money Monster fjallar um sjónvarpsmanninn Lee Gates, leikinn af Clooney, sem sérfræðir sig í málum Wall Street. Eftir að hafa gefið áhorfendum þáttarins slæmar ráðlegginar tekur einn sig til og ræðst inn á settið og heldur fólki í gíslingu. Í stað þess að stöðva útsendingu ákveður Gates að láta myndavélarnar rúlla og sýna frá herlegheitunum í beinni útsendingu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×