Hanna Rún verður fyrir barðinu á ævareiðum nettröllum Guðrún Ansnes skrifar 30. mars 2015 14:43 Áhorfendur létu dansparið heyra það í kjölfar þátttöku í þættinum í gær. Vísir/Andri Marino „Ég er í sjokki, fólk er í alvöru rosalega reitt “ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún og eignmaður hennar og dansherra, Nikita Bazev, duttu út úr Ísland Got Talent í gærkvöldi. Reiði margra beinist þó ekki að þeirri staðreynd að þau séu ekki lengur meðal keppenda, heldur þykir fólki ósanngjarnt að þau hafi yfir höfuð fengið að spreyta sig í þáttunum. Margir hafa bent á að þau eigi ekki erindi í keppnina vegna þess að þau séu atvinnufólk í sinni grein. Hanna Rún segir þetta hins vegar ekki rétt og bendir á að þau keppi í áhugamannaflokki. Þau fái ekki greitt fyrir þátttöku á mótum né heldur séu þau á launum sem dansarar. Heitar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Meðal annars á twitter:Meikar ekki sens að fólk sem er nú þegar frægt fái að taka þátt #pæling#IGT2 — Aníta Sif S (@anitabaxter96) March 29, 2015Mikið hefði verið þreytt og asnlegt að hafa Hönnu og Nikita í þessari keppni. Búin að vinna nóg. #atvinnumenn#igt2 — Mjöll Einarsdóttir (@MjollEinars) March 29, 2015Það að Hanna og Nikita séu að keppa er eins og ef Bubbi Morthens væri að syngja á sviðinu en ekki í dómarasætinu #igt2 — Vigdís Pála Halldórs (@vigdispala) March 29, 2015 „Við greiðum allan kostnað við dansinn úr eigin vasa,“ segir Hanna Rún og bætir við að þau séu njóti mikillar blessuna þar sem fjölskyldur þeirra aðstoði eftir fremsta megni. „Við ætluðum okkur ekkert að taka þátt í þessu til að byrja með en vorum beðin um að koma inn. Þannig gengum við að því vísu að mega réttilega vera með,“ segir Hanna Rún. Netheimar hafa logað síðan parið dansaði og fólk ekki legið á skoðunum sínum. Sumir hverjir hafa lagt að jöfnu þátttöku parsins við að ef Bubbi Morthens hefði sjálfur stigið á svið sem þátttakandi í keppninni og gert sig líklegan til sigurs. Hanna Rún segir afar sárt hvernig fólk leyfi sér að tala um hana og Nikita, en þau hafi ekkert unnið sér til saka og þvert á móti, þau séu eins og aðrir að reyna að koma sér á kortið. „Við urðum að velja á milli Evrópumeistaramótsins og Ísland got talent vegna erfiðra flugaðstæðna um helgina. Úr varð að síðarnefnda keppnin varð fyrir valinu, ég sé mikið eftir því núna,“ útskýrir hún. Hanna Rún bendir jafnframt á að það hljóti að segja alla söguna, þar sem tíu milljóna króna verðlaunaféð hafi dregið þau að en til að fjármagna dansinn og komast upp um flokk verði þau að hafa til þess peninga. Staðan sé töluvert öðruvísi ef um atvinnudansara sé að ræða. „Það var gaman að geta glatt einhverja þarna úti sem höfðu gaman af okkur, en ég er farin að hallast að því að margir íslendingar séu afbrýðisamir og kunni einfaldlega ekki að samgleðjast. Þeir njóta þess að tala um það sem miður fer og hafa ekki hátt um það sem gengur vel.“ Ísland Got Talent Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Ég er í sjokki, fólk er í alvöru rosalega reitt “ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún og eignmaður hennar og dansherra, Nikita Bazev, duttu út úr Ísland Got Talent í gærkvöldi. Reiði margra beinist þó ekki að þeirri staðreynd að þau séu ekki lengur meðal keppenda, heldur þykir fólki ósanngjarnt að þau hafi yfir höfuð fengið að spreyta sig í þáttunum. Margir hafa bent á að þau eigi ekki erindi í keppnina vegna þess að þau séu atvinnufólk í sinni grein. Hanna Rún segir þetta hins vegar ekki rétt og bendir á að þau keppi í áhugamannaflokki. Þau fái ekki greitt fyrir þátttöku á mótum né heldur séu þau á launum sem dansarar. Heitar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Meðal annars á twitter:Meikar ekki sens að fólk sem er nú þegar frægt fái að taka þátt #pæling#IGT2 — Aníta Sif S (@anitabaxter96) March 29, 2015Mikið hefði verið þreytt og asnlegt að hafa Hönnu og Nikita í þessari keppni. Búin að vinna nóg. #atvinnumenn#igt2 — Mjöll Einarsdóttir (@MjollEinars) March 29, 2015Það að Hanna og Nikita séu að keppa er eins og ef Bubbi Morthens væri að syngja á sviðinu en ekki í dómarasætinu #igt2 — Vigdís Pála Halldórs (@vigdispala) March 29, 2015 „Við greiðum allan kostnað við dansinn úr eigin vasa,“ segir Hanna Rún og bætir við að þau séu njóti mikillar blessuna þar sem fjölskyldur þeirra aðstoði eftir fremsta megni. „Við ætluðum okkur ekkert að taka þátt í þessu til að byrja með en vorum beðin um að koma inn. Þannig gengum við að því vísu að mega réttilega vera með,“ segir Hanna Rún. Netheimar hafa logað síðan parið dansaði og fólk ekki legið á skoðunum sínum. Sumir hverjir hafa lagt að jöfnu þátttöku parsins við að ef Bubbi Morthens hefði sjálfur stigið á svið sem þátttakandi í keppninni og gert sig líklegan til sigurs. Hanna Rún segir afar sárt hvernig fólk leyfi sér að tala um hana og Nikita, en þau hafi ekkert unnið sér til saka og þvert á móti, þau séu eins og aðrir að reyna að koma sér á kortið. „Við urðum að velja á milli Evrópumeistaramótsins og Ísland got talent vegna erfiðra flugaðstæðna um helgina. Úr varð að síðarnefnda keppnin varð fyrir valinu, ég sé mikið eftir því núna,“ útskýrir hún. Hanna Rún bendir jafnframt á að það hljóti að segja alla söguna, þar sem tíu milljóna króna verðlaunaféð hafi dregið þau að en til að fjármagna dansinn og komast upp um flokk verði þau að hafa til þess peninga. Staðan sé töluvert öðruvísi ef um atvinnudansara sé að ræða. „Það var gaman að geta glatt einhverja þarna úti sem höfðu gaman af okkur, en ég er farin að hallast að því að margir íslendingar séu afbrýðisamir og kunni einfaldlega ekki að samgleðjast. Þeir njóta þess að tala um það sem miður fer og hafa ekki hátt um það sem gengur vel.“
Ísland Got Talent Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira