„Fólk þarf að hafa í huga að þetta er bara dægrastytting“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2015 10:21 Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill. Vísir/GVA Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. Hún segir að það sé ekki alltaf hægt að sanna allt og skilur að það sé fólk sem efist um spámiðla. Aðspurð um muninn á miðli og spámiðli segir Hrönn: „Miðill tengir sig eingöngu við þá látnu hinu megin og miðlar því til fólks. Ég aftur á móti nota spil og kristalskúlu við vinnuna mína þannig að ég er að spá fyrir fólki. Ég hef þessa miðilshæfileika og ég nýti mér þá líka í spádómunum.“ Hrönn segir engar reglur um það hvað má segja og hvað ekki en þeir framliðnu senda þeim skilboð sem koma til hennar. „Yfirleitt er þetta eitthvað jákvætt því hinir látnu vilja koma með eitthvað gott til fólks en það getur náttúrulega líka verið að þeir séu að koma með einhverjar aðvaranir. Það getur til dæmis verið ef fólk er að hugsa illa um heilsuna sína, þá eru þeir að koma með skilaboð um það. Að þetta sé ekki gott og að það verði að gera bót á því. Og jafnvel koma með skilaboð um hvernig væri hægt að laga hlutina.“ Þá segist Hrönn geta séð áruna í kringum fólk og litina í henni. Þá segist hún einnig eiga auðvelt með að sjá hvernig fólki líður.„Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn.“ Þáttastjórnendur Bítisins buðu fólki að hringja inn í þáttinn í morgun til að deila reynslu sinni af spámiðlum og sagði einn hlustandi farir sínar ekki sléttar eftir að hafa farið til Þórhalls miðils. „Þetta var með ólíkindum. Þetta var bara eins og Tobbi lenti í. Þetta var bara fáránlegt. Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn. [...] Þetta er ekki hægt. Maðurinn verður bara að hætta. Hann getur ekki mjólkað fólk svona. Maður borgar fleiri þúsund fyrir þetta og ég ætla bara að vara fólk við þessum manni.“ Hrönn segir það algjörlega til í dæminu að miðlar séu í misjöfnu formi frá degi til dags og það skipti máli að vera vel upplagður. Hún segir fólk hafa verið óánægt eftir tíma hjá henni en sem betur fer sé það sjaldgæft. „Ég ætla ekki að fara að segja fólki það sem það vill bara heyra. Það sem fólk þarf að hafa í huga er að þetta er bara dægrastytting.“ Tengdar fréttir Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. Hún segir að það sé ekki alltaf hægt að sanna allt og skilur að það sé fólk sem efist um spámiðla. Aðspurð um muninn á miðli og spámiðli segir Hrönn: „Miðill tengir sig eingöngu við þá látnu hinu megin og miðlar því til fólks. Ég aftur á móti nota spil og kristalskúlu við vinnuna mína þannig að ég er að spá fyrir fólki. Ég hef þessa miðilshæfileika og ég nýti mér þá líka í spádómunum.“ Hrönn segir engar reglur um það hvað má segja og hvað ekki en þeir framliðnu senda þeim skilboð sem koma til hennar. „Yfirleitt er þetta eitthvað jákvætt því hinir látnu vilja koma með eitthvað gott til fólks en það getur náttúrulega líka verið að þeir séu að koma með einhverjar aðvaranir. Það getur til dæmis verið ef fólk er að hugsa illa um heilsuna sína, þá eru þeir að koma með skilaboð um það. Að þetta sé ekki gott og að það verði að gera bót á því. Og jafnvel koma með skilaboð um hvernig væri hægt að laga hlutina.“ Þá segist Hrönn geta séð áruna í kringum fólk og litina í henni. Þá segist hún einnig eiga auðvelt með að sjá hvernig fólki líður.„Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn.“ Þáttastjórnendur Bítisins buðu fólki að hringja inn í þáttinn í morgun til að deila reynslu sinni af spámiðlum og sagði einn hlustandi farir sínar ekki sléttar eftir að hafa farið til Þórhalls miðils. „Þetta var með ólíkindum. Þetta var bara eins og Tobbi lenti í. Þetta var bara fáránlegt. Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn. [...] Þetta er ekki hægt. Maðurinn verður bara að hætta. Hann getur ekki mjólkað fólk svona. Maður borgar fleiri þúsund fyrir þetta og ég ætla bara að vara fólk við þessum manni.“ Hrönn segir það algjörlega til í dæminu að miðlar séu í misjöfnu formi frá degi til dags og það skipti máli að vera vel upplagður. Hún segir fólk hafa verið óánægt eftir tíma hjá henni en sem betur fer sé það sjaldgæft. „Ég ætla ekki að fara að segja fólki það sem það vill bara heyra. Það sem fólk þarf að hafa í huga er að þetta er bara dægrastytting.“
Tengdar fréttir Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00
Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16