„Fólk þarf að hafa í huga að þetta er bara dægrastytting“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2015 10:21 Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill. Vísir/GVA Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. Hún segir að það sé ekki alltaf hægt að sanna allt og skilur að það sé fólk sem efist um spámiðla. Aðspurð um muninn á miðli og spámiðli segir Hrönn: „Miðill tengir sig eingöngu við þá látnu hinu megin og miðlar því til fólks. Ég aftur á móti nota spil og kristalskúlu við vinnuna mína þannig að ég er að spá fyrir fólki. Ég hef þessa miðilshæfileika og ég nýti mér þá líka í spádómunum.“ Hrönn segir engar reglur um það hvað má segja og hvað ekki en þeir framliðnu senda þeim skilboð sem koma til hennar. „Yfirleitt er þetta eitthvað jákvætt því hinir látnu vilja koma með eitthvað gott til fólks en það getur náttúrulega líka verið að þeir séu að koma með einhverjar aðvaranir. Það getur til dæmis verið ef fólk er að hugsa illa um heilsuna sína, þá eru þeir að koma með skilaboð um það. Að þetta sé ekki gott og að það verði að gera bót á því. Og jafnvel koma með skilaboð um hvernig væri hægt að laga hlutina.“ Þá segist Hrönn geta séð áruna í kringum fólk og litina í henni. Þá segist hún einnig eiga auðvelt með að sjá hvernig fólki líður.„Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn.“ Þáttastjórnendur Bítisins buðu fólki að hringja inn í þáttinn í morgun til að deila reynslu sinni af spámiðlum og sagði einn hlustandi farir sínar ekki sléttar eftir að hafa farið til Þórhalls miðils. „Þetta var með ólíkindum. Þetta var bara eins og Tobbi lenti í. Þetta var bara fáránlegt. Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn. [...] Þetta er ekki hægt. Maðurinn verður bara að hætta. Hann getur ekki mjólkað fólk svona. Maður borgar fleiri þúsund fyrir þetta og ég ætla bara að vara fólk við þessum manni.“ Hrönn segir það algjörlega til í dæminu að miðlar séu í misjöfnu formi frá degi til dags og það skipti máli að vera vel upplagður. Hún segir fólk hafa verið óánægt eftir tíma hjá henni en sem betur fer sé það sjaldgæft. „Ég ætla ekki að fara að segja fólki það sem það vill bara heyra. Það sem fólk þarf að hafa í huga er að þetta er bara dægrastytting.“ Tengdar fréttir Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. Hún segir að það sé ekki alltaf hægt að sanna allt og skilur að það sé fólk sem efist um spámiðla. Aðspurð um muninn á miðli og spámiðli segir Hrönn: „Miðill tengir sig eingöngu við þá látnu hinu megin og miðlar því til fólks. Ég aftur á móti nota spil og kristalskúlu við vinnuna mína þannig að ég er að spá fyrir fólki. Ég hef þessa miðilshæfileika og ég nýti mér þá líka í spádómunum.“ Hrönn segir engar reglur um það hvað má segja og hvað ekki en þeir framliðnu senda þeim skilboð sem koma til hennar. „Yfirleitt er þetta eitthvað jákvætt því hinir látnu vilja koma með eitthvað gott til fólks en það getur náttúrulega líka verið að þeir séu að koma með einhverjar aðvaranir. Það getur til dæmis verið ef fólk er að hugsa illa um heilsuna sína, þá eru þeir að koma með skilaboð um það. Að þetta sé ekki gott og að það verði að gera bót á því. Og jafnvel koma með skilaboð um hvernig væri hægt að laga hlutina.“ Þá segist Hrönn geta séð áruna í kringum fólk og litina í henni. Þá segist hún einnig eiga auðvelt með að sjá hvernig fólki líður.„Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn.“ Þáttastjórnendur Bítisins buðu fólki að hringja inn í þáttinn í morgun til að deila reynslu sinni af spámiðlum og sagði einn hlustandi farir sínar ekki sléttar eftir að hafa farið til Þórhalls miðils. „Þetta var með ólíkindum. Þetta var bara eins og Tobbi lenti í. Þetta var bara fáránlegt. Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn. [...] Þetta er ekki hægt. Maðurinn verður bara að hætta. Hann getur ekki mjólkað fólk svona. Maður borgar fleiri þúsund fyrir þetta og ég ætla bara að vara fólk við þessum manni.“ Hrönn segir það algjörlega til í dæminu að miðlar séu í misjöfnu formi frá degi til dags og það skipti máli að vera vel upplagður. Hún segir fólk hafa verið óánægt eftir tíma hjá henni en sem betur fer sé það sjaldgæft. „Ég ætla ekki að fara að segja fólki það sem það vill bara heyra. Það sem fólk þarf að hafa í huga er að þetta er bara dægrastytting.“
Tengdar fréttir Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00
Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16