„Fólk þarf að hafa í huga að þetta er bara dægrastytting“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2015 10:21 Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill. Vísir/GVA Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. Hún segir að það sé ekki alltaf hægt að sanna allt og skilur að það sé fólk sem efist um spámiðla. Aðspurð um muninn á miðli og spámiðli segir Hrönn: „Miðill tengir sig eingöngu við þá látnu hinu megin og miðlar því til fólks. Ég aftur á móti nota spil og kristalskúlu við vinnuna mína þannig að ég er að spá fyrir fólki. Ég hef þessa miðilshæfileika og ég nýti mér þá líka í spádómunum.“ Hrönn segir engar reglur um það hvað má segja og hvað ekki en þeir framliðnu senda þeim skilboð sem koma til hennar. „Yfirleitt er þetta eitthvað jákvætt því hinir látnu vilja koma með eitthvað gott til fólks en það getur náttúrulega líka verið að þeir séu að koma með einhverjar aðvaranir. Það getur til dæmis verið ef fólk er að hugsa illa um heilsuna sína, þá eru þeir að koma með skilaboð um það. Að þetta sé ekki gott og að það verði að gera bót á því. Og jafnvel koma með skilaboð um hvernig væri hægt að laga hlutina.“ Þá segist Hrönn geta séð áruna í kringum fólk og litina í henni. Þá segist hún einnig eiga auðvelt með að sjá hvernig fólki líður.„Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn.“ Þáttastjórnendur Bítisins buðu fólki að hringja inn í þáttinn í morgun til að deila reynslu sinni af spámiðlum og sagði einn hlustandi farir sínar ekki sléttar eftir að hafa farið til Þórhalls miðils. „Þetta var með ólíkindum. Þetta var bara eins og Tobbi lenti í. Þetta var bara fáránlegt. Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn. [...] Þetta er ekki hægt. Maðurinn verður bara að hætta. Hann getur ekki mjólkað fólk svona. Maður borgar fleiri þúsund fyrir þetta og ég ætla bara að vara fólk við þessum manni.“ Hrönn segir það algjörlega til í dæminu að miðlar séu í misjöfnu formi frá degi til dags og það skipti máli að vera vel upplagður. Hún segir fólk hafa verið óánægt eftir tíma hjá henni en sem betur fer sé það sjaldgæft. „Ég ætla ekki að fara að segja fólki það sem það vill bara heyra. Það sem fólk þarf að hafa í huga er að þetta er bara dægrastytting.“ Tengdar fréttir Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. Hún segir að það sé ekki alltaf hægt að sanna allt og skilur að það sé fólk sem efist um spámiðla. Aðspurð um muninn á miðli og spámiðli segir Hrönn: „Miðill tengir sig eingöngu við þá látnu hinu megin og miðlar því til fólks. Ég aftur á móti nota spil og kristalskúlu við vinnuna mína þannig að ég er að spá fyrir fólki. Ég hef þessa miðilshæfileika og ég nýti mér þá líka í spádómunum.“ Hrönn segir engar reglur um það hvað má segja og hvað ekki en þeir framliðnu senda þeim skilboð sem koma til hennar. „Yfirleitt er þetta eitthvað jákvætt því hinir látnu vilja koma með eitthvað gott til fólks en það getur náttúrulega líka verið að þeir séu að koma með einhverjar aðvaranir. Það getur til dæmis verið ef fólk er að hugsa illa um heilsuna sína, þá eru þeir að koma með skilaboð um það. Að þetta sé ekki gott og að það verði að gera bót á því. Og jafnvel koma með skilaboð um hvernig væri hægt að laga hlutina.“ Þá segist Hrönn geta séð áruna í kringum fólk og litina í henni. Þá segist hún einnig eiga auðvelt með að sjá hvernig fólki líður.„Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn.“ Þáttastjórnendur Bítisins buðu fólki að hringja inn í þáttinn í morgun til að deila reynslu sinni af spámiðlum og sagði einn hlustandi farir sínar ekki sléttar eftir að hafa farið til Þórhalls miðils. „Þetta var með ólíkindum. Þetta var bara eins og Tobbi lenti í. Þetta var bara fáránlegt. Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn. [...] Þetta er ekki hægt. Maðurinn verður bara að hætta. Hann getur ekki mjólkað fólk svona. Maður borgar fleiri þúsund fyrir þetta og ég ætla bara að vara fólk við þessum manni.“ Hrönn segir það algjörlega til í dæminu að miðlar séu í misjöfnu formi frá degi til dags og það skipti máli að vera vel upplagður. Hún segir fólk hafa verið óánægt eftir tíma hjá henni en sem betur fer sé það sjaldgæft. „Ég ætla ekki að fara að segja fólki það sem það vill bara heyra. Það sem fólk þarf að hafa í huga er að þetta er bara dægrastytting.“
Tengdar fréttir Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00
Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent