„Fólk þarf að hafa í huga að þetta er bara dægrastytting“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2015 10:21 Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill. Vísir/GVA Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. Hún segir að það sé ekki alltaf hægt að sanna allt og skilur að það sé fólk sem efist um spámiðla. Aðspurð um muninn á miðli og spámiðli segir Hrönn: „Miðill tengir sig eingöngu við þá látnu hinu megin og miðlar því til fólks. Ég aftur á móti nota spil og kristalskúlu við vinnuna mína þannig að ég er að spá fyrir fólki. Ég hef þessa miðilshæfileika og ég nýti mér þá líka í spádómunum.“ Hrönn segir engar reglur um það hvað má segja og hvað ekki en þeir framliðnu senda þeim skilboð sem koma til hennar. „Yfirleitt er þetta eitthvað jákvætt því hinir látnu vilja koma með eitthvað gott til fólks en það getur náttúrulega líka verið að þeir séu að koma með einhverjar aðvaranir. Það getur til dæmis verið ef fólk er að hugsa illa um heilsuna sína, þá eru þeir að koma með skilaboð um það. Að þetta sé ekki gott og að það verði að gera bót á því. Og jafnvel koma með skilaboð um hvernig væri hægt að laga hlutina.“ Þá segist Hrönn geta séð áruna í kringum fólk og litina í henni. Þá segist hún einnig eiga auðvelt með að sjá hvernig fólki líður.„Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn.“ Þáttastjórnendur Bítisins buðu fólki að hringja inn í þáttinn í morgun til að deila reynslu sinni af spámiðlum og sagði einn hlustandi farir sínar ekki sléttar eftir að hafa farið til Þórhalls miðils. „Þetta var með ólíkindum. Þetta var bara eins og Tobbi lenti í. Þetta var bara fáránlegt. Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn. [...] Þetta er ekki hægt. Maðurinn verður bara að hætta. Hann getur ekki mjólkað fólk svona. Maður borgar fleiri þúsund fyrir þetta og ég ætla bara að vara fólk við þessum manni.“ Hrönn segir það algjörlega til í dæminu að miðlar séu í misjöfnu formi frá degi til dags og það skipti máli að vera vel upplagður. Hún segir fólk hafa verið óánægt eftir tíma hjá henni en sem betur fer sé það sjaldgæft. „Ég ætla ekki að fara að segja fólki það sem það vill bara heyra. Það sem fólk þarf að hafa í huga er að þetta er bara dægrastytting.“ Tengdar fréttir Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. Hún segir að það sé ekki alltaf hægt að sanna allt og skilur að það sé fólk sem efist um spámiðla. Aðspurð um muninn á miðli og spámiðli segir Hrönn: „Miðill tengir sig eingöngu við þá látnu hinu megin og miðlar því til fólks. Ég aftur á móti nota spil og kristalskúlu við vinnuna mína þannig að ég er að spá fyrir fólki. Ég hef þessa miðilshæfileika og ég nýti mér þá líka í spádómunum.“ Hrönn segir engar reglur um það hvað má segja og hvað ekki en þeir framliðnu senda þeim skilboð sem koma til hennar. „Yfirleitt er þetta eitthvað jákvætt því hinir látnu vilja koma með eitthvað gott til fólks en það getur náttúrulega líka verið að þeir séu að koma með einhverjar aðvaranir. Það getur til dæmis verið ef fólk er að hugsa illa um heilsuna sína, þá eru þeir að koma með skilaboð um það. Að þetta sé ekki gott og að það verði að gera bót á því. Og jafnvel koma með skilaboð um hvernig væri hægt að laga hlutina.“ Þá segist Hrönn geta séð áruna í kringum fólk og litina í henni. Þá segist hún einnig eiga auðvelt með að sjá hvernig fólki líður.„Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn.“ Þáttastjórnendur Bítisins buðu fólki að hringja inn í þáttinn í morgun til að deila reynslu sinni af spámiðlum og sagði einn hlustandi farir sínar ekki sléttar eftir að hafa farið til Þórhalls miðils. „Þetta var með ólíkindum. Þetta var bara eins og Tobbi lenti í. Þetta var bara fáránlegt. Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn. [...] Þetta er ekki hægt. Maðurinn verður bara að hætta. Hann getur ekki mjólkað fólk svona. Maður borgar fleiri þúsund fyrir þetta og ég ætla bara að vara fólk við þessum manni.“ Hrönn segir það algjörlega til í dæminu að miðlar séu í misjöfnu formi frá degi til dags og það skipti máli að vera vel upplagður. Hún segir fólk hafa verið óánægt eftir tíma hjá henni en sem betur fer sé það sjaldgæft. „Ég ætla ekki að fara að segja fólki það sem það vill bara heyra. Það sem fólk þarf að hafa í huga er að þetta er bara dægrastytting.“
Tengdar fréttir Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00
Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16