„Fólk þarf að hafa í huga að þetta er bara dægrastytting“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2015 10:21 Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill. Vísir/GVA Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. Hún segir að það sé ekki alltaf hægt að sanna allt og skilur að það sé fólk sem efist um spámiðla. Aðspurð um muninn á miðli og spámiðli segir Hrönn: „Miðill tengir sig eingöngu við þá látnu hinu megin og miðlar því til fólks. Ég aftur á móti nota spil og kristalskúlu við vinnuna mína þannig að ég er að spá fyrir fólki. Ég hef þessa miðilshæfileika og ég nýti mér þá líka í spádómunum.“ Hrönn segir engar reglur um það hvað má segja og hvað ekki en þeir framliðnu senda þeim skilboð sem koma til hennar. „Yfirleitt er þetta eitthvað jákvætt því hinir látnu vilja koma með eitthvað gott til fólks en það getur náttúrulega líka verið að þeir séu að koma með einhverjar aðvaranir. Það getur til dæmis verið ef fólk er að hugsa illa um heilsuna sína, þá eru þeir að koma með skilaboð um það. Að þetta sé ekki gott og að það verði að gera bót á því. Og jafnvel koma með skilaboð um hvernig væri hægt að laga hlutina.“ Þá segist Hrönn geta séð áruna í kringum fólk og litina í henni. Þá segist hún einnig eiga auðvelt með að sjá hvernig fólki líður.„Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn.“ Þáttastjórnendur Bítisins buðu fólki að hringja inn í þáttinn í morgun til að deila reynslu sinni af spámiðlum og sagði einn hlustandi farir sínar ekki sléttar eftir að hafa farið til Þórhalls miðils. „Þetta var með ólíkindum. Þetta var bara eins og Tobbi lenti í. Þetta var bara fáránlegt. Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn. [...] Þetta er ekki hægt. Maðurinn verður bara að hætta. Hann getur ekki mjólkað fólk svona. Maður borgar fleiri þúsund fyrir þetta og ég ætla bara að vara fólk við þessum manni.“ Hrönn segir það algjörlega til í dæminu að miðlar séu í misjöfnu formi frá degi til dags og það skipti máli að vera vel upplagður. Hún segir fólk hafa verið óánægt eftir tíma hjá henni en sem betur fer sé það sjaldgæft. „Ég ætla ekki að fara að segja fólki það sem það vill bara heyra. Það sem fólk þarf að hafa í huga er að þetta er bara dægrastytting.“ Tengdar fréttir Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Sjá meira
Hrönn Friðriksdóttir, spámiðill, segir að það sé allt í lagi þó að vísindunum hafi ekki tekist að sanna að spámiðlar geti gert það sem þeir gefa sig út fyrir að geta. Hún segir að það sé ekki alltaf hægt að sanna allt og skilur að það sé fólk sem efist um spámiðla. Aðspurð um muninn á miðli og spámiðli segir Hrönn: „Miðill tengir sig eingöngu við þá látnu hinu megin og miðlar því til fólks. Ég aftur á móti nota spil og kristalskúlu við vinnuna mína þannig að ég er að spá fyrir fólki. Ég hef þessa miðilshæfileika og ég nýti mér þá líka í spádómunum.“ Hrönn segir engar reglur um það hvað má segja og hvað ekki en þeir framliðnu senda þeim skilboð sem koma til hennar. „Yfirleitt er þetta eitthvað jákvætt því hinir látnu vilja koma með eitthvað gott til fólks en það getur náttúrulega líka verið að þeir séu að koma með einhverjar aðvaranir. Það getur til dæmis verið ef fólk er að hugsa illa um heilsuna sína, þá eru þeir að koma með skilaboð um það. Að þetta sé ekki gott og að það verði að gera bót á því. Og jafnvel koma með skilaboð um hvernig væri hægt að laga hlutina.“ Þá segist Hrönn geta séð áruna í kringum fólk og litina í henni. Þá segist hún einnig eiga auðvelt með að sjá hvernig fólki líður.„Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn.“ Þáttastjórnendur Bítisins buðu fólki að hringja inn í þáttinn í morgun til að deila reynslu sinni af spámiðlum og sagði einn hlustandi farir sínar ekki sléttar eftir að hafa farið til Þórhalls miðils. „Þetta var með ólíkindum. Þetta var bara eins og Tobbi lenti í. Þetta var bara fáránlegt. Ef hann Þórhallur miðill hefur einhvern tímann getað eitthvað að þá er hann löngu útbrunninn. [...] Þetta er ekki hægt. Maðurinn verður bara að hætta. Hann getur ekki mjólkað fólk svona. Maður borgar fleiri þúsund fyrir þetta og ég ætla bara að vara fólk við þessum manni.“ Hrönn segir það algjörlega til í dæminu að miðlar séu í misjöfnu formi frá degi til dags og það skipti máli að vera vel upplagður. Hún segir fólk hafa verið óánægt eftir tíma hjá henni en sem betur fer sé það sjaldgæft. „Ég ætla ekki að fara að segja fólki það sem það vill bara heyra. Það sem fólk þarf að hafa í huga er að þetta er bara dægrastytting.“
Tengdar fréttir Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Sjá meira
Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Eru þeir loddarar eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? 30. mars 2015 21:00
Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16