Innlent

Brestir: Nafnið „Tobbi“ kom til hans frá látnum afa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa
Í nýjasta þætti Bresta var farið ofan í saumana á starfi spámiðla. Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Engum hefur hins vegar tekist að sanna miðilshæfileika sína þrátt fyrir að milljón dollara peningaverðlaun hafi verið í boði í tæpa tvo áratugi.Þorbjörn Þórðarson, þáttastjórnandi, fór til eins þekktasta spámiðils landsins, Þórhalls Guðmundssonar, og lét reyna á á spáhæfileika hans.Eftir nokkur feilskot hitti Þórhallur í mark þegar hann spurði hvort föðurafi Þorbjörns væri nokkuð látinn. Það reyndist rétt hjá honum.„Hann heldur utan um þig í því sem þú ert að gera, hann er að fylgjast með þér. Labba með þér. Hann lætur vita að hann fylgist með þér.“Stuttu síðar heyrði Þórhallur nafn og var að því er virðist látinn föðurafi Þorbjörns sem hvíslaði því að miðlinum.„Hver er Tobbi? Er það eitthvað nafn sem tilheyrir þér?“ spurði Þórhallur.„Já, ég er kallaður Tobbi.“Þess ber að geta að þegar Þorbjörn og Gaukur Úlfarsson samstarfsmaður hans voru að koma græjunum fyrir hjá Þórhalli kallaði Gaukur fréttamanninn þessu nafni nokkrum sinnum enda er Þorbjörn aldrei kallaður neitt annað af vinum og samstarfsmönnum.Innslag úr Brestum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.