Innlent

Geimfari skoðar sólmyrkva úr þotunni Snæfellsjökli

þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar
Meðan íslenskir landkrabbar gerðu sér deildarmyrkva að góðu, sættu aðrir sig ekki við minna en almyrkva á sólu. Til þess þurfti að leggja á sig talsvert ferðalag. Þrjár flugleiðaþotur fluttu hátt í 200 ferðamenn á slóð almyrkvans í morgun. Þar á meðal  Owen Garriott, heimsfrægur geimfari sem taldi útsýnið á sólmyrkvann betra úr flugleiðaþotunni Snæfellsjökli, en úr geimskipi.

Owen kom fyrst til Íslands árið 1967 þegar hann var með í leiðangri Neil Armstrong, þar sem þeir skoðuðu Herðubreiðarlindir og Öskju, þar sem landslagið þótti ekki ósvipað tunglinu. Bob Nansen skipuleggjandi ferðarinnar, sagði að hún hefði verið í undirbúningi í tvö ár og eðlilega ríkti mikill spenningur meðal farþeganna sem urðu ekki fyrir vonbrigðum að þessu sinni.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hitti Owen í morgun en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×