Segist tilbúinn til að axla ábyrgð Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2015 10:47 Helgi Hrafn Gunnarsson hefur vakið athygli vegna starfa sinna fyrir Pírata. vísir/pjetur Fjórar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið sýna verulega fylgisaukningu við Pírata. Það eru könnun Capacent Gallup, könnun MMR og tvær kannanir Fréttablaðsins. Í nýjustu könnuninni, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, mælast þeir stærsti flokkurinn með tölfræðilega marktækum mun. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig eigi að mynda ríkisstjórnir,“ segir Helgi Hrafn spurður að því hvort hann sé tilbúinn að axla ábyrgð sem slíkt fylgi Píratanna gæti leitt af sér. Til dæmis með því að hann gerðist ráðherra eftir kosningar. „Mér finnst ekki eðlilegt að það séu tveir, hugsanlega þrír, stjórnmálaflokkar, sem ná að verja ríkisstjórn falli, sem eiga að ákveða það hvernig ríkisstjórn er mynduð,“ segir Helgi jafnframt. Hann vill aðgreina löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið betur. „Og gera ferlið við val á ríkisstjórn almennt lýðræðislegra þannig að þetta sé ekki þannig að efstu þingmenn fái framkvæmdarvaldið í hendurnar meðfram löggjafarvaldinu,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist vilja setja þá reglu að ráðherrar séu ekki þingmenn á sama tíma. „En að því sögðu þá axla ég þá ábyrgð sem mér er veitt. En ég hef engan áhuga á henni fyrr en þessar spurningar eru komnar með viðeigandi svör,“ segir hann.Helgi Hrafn segir að niðurstöður skoðanakannana komi sér mikið á óvart. Undir það tekur hinn sænski Rickard Falkvinge. Hann er stofnandi hinnar alþjóðlegu Píratahreyfingar. Falkvinge segir að þegar Píratar fengu kjörna menn á Alþingi 2013 hefði hann búist við að hreyfingin hér á landi myndi stækka. „En að vera með flokk tíu árum eftir stofnun sem nýtur fylgis sem gæti fært honum forsætisráðuneytið, það er mun örari þróun en ég átti von á,“ segir Falkvinge. Hann vísar þó í orð Helga Hrafns og fleiri og bendir á að menn skyldu taka stuðningnum af auðmýkt. „Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að taka stuðningnum sem gefnum. Og þá ertu kominn í sömu stöðu og fjórflokkurinn á Íslandi er í,“ segir hann. Falkvinge bendir á að kjörtímabilið sé hálfnað. Hvort svona skoðanakönnun leiði til sömu niðurstaðna í kosningum eftir tvö ár sé stór spurning. „Við höfum séð það bregðast í nokkrum löndum og því ítreka ég að það er mikilvægt að vera auðmjúkur gagnvart þessum niðurstöðum,“ segir Falkvinge. Alþingi Tengdar fréttir Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Fjórar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið sýna verulega fylgisaukningu við Pírata. Það eru könnun Capacent Gallup, könnun MMR og tvær kannanir Fréttablaðsins. Í nýjustu könnuninni, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, mælast þeir stærsti flokkurinn með tölfræðilega marktækum mun. „Við þurfum að spyrja okkur að því hvernig eigi að mynda ríkisstjórnir,“ segir Helgi Hrafn spurður að því hvort hann sé tilbúinn að axla ábyrgð sem slíkt fylgi Píratanna gæti leitt af sér. Til dæmis með því að hann gerðist ráðherra eftir kosningar. „Mér finnst ekki eðlilegt að það séu tveir, hugsanlega þrír, stjórnmálaflokkar, sem ná að verja ríkisstjórn falli, sem eiga að ákveða það hvernig ríkisstjórn er mynduð,“ segir Helgi jafnframt. Hann vill aðgreina löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið betur. „Og gera ferlið við val á ríkisstjórn almennt lýðræðislegra þannig að þetta sé ekki þannig að efstu þingmenn fái framkvæmdarvaldið í hendurnar meðfram löggjafarvaldinu,“ segir Helgi Hrafn. Hann segist vilja setja þá reglu að ráðherrar séu ekki þingmenn á sama tíma. „En að því sögðu þá axla ég þá ábyrgð sem mér er veitt. En ég hef engan áhuga á henni fyrr en þessar spurningar eru komnar með viðeigandi svör,“ segir hann.Helgi Hrafn segir að niðurstöður skoðanakannana komi sér mikið á óvart. Undir það tekur hinn sænski Rickard Falkvinge. Hann er stofnandi hinnar alþjóðlegu Píratahreyfingar. Falkvinge segir að þegar Píratar fengu kjörna menn á Alþingi 2013 hefði hann búist við að hreyfingin hér á landi myndi stækka. „En að vera með flokk tíu árum eftir stofnun sem nýtur fylgis sem gæti fært honum forsætisráðuneytið, það er mun örari þróun en ég átti von á,“ segir Falkvinge. Hann vísar þó í orð Helga Hrafns og fleiri og bendir á að menn skyldu taka stuðningnum af auðmýkt. „Það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að taka stuðningnum sem gefnum. Og þá ertu kominn í sömu stöðu og fjórflokkurinn á Íslandi er í,“ segir hann. Falkvinge bendir á að kjörtímabilið sé hálfnað. Hvort svona skoðanakönnun leiði til sömu niðurstaðna í kosningum eftir tvö ár sé stór spurning. „Við höfum séð það bregðast í nokkrum löndum og því ítreka ég að það er mikilvægt að vera auðmjúkur gagnvart þessum niðurstöðum,“ segir Falkvinge.
Alþingi Tengdar fréttir Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m 21. mars 2015 07:00