Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Linda Blöndal skrifar 21. mars 2015 19:04 Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir umræðuna í Evrópumálum séríslenska og mótsagnakennda. Prófessor í stjórnmálafræði bendir aftur á móti á að önnur ríki hafi nálgast umræðuna eins og hér.Afstaðan ótengd stuðningi við ESBÍ könnuninni, sem gerð var 18. og 19.mars, sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt aðild að Evrópusambandinu snúast tölurnar við. Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu.Mótsögn í umræðunniBirgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að líta ætti til umræðunnar utan landsteinanna. Í öðrum Evrópulöndum hafi umræðan snúist um hvort það eigi að ganga inn eða standa fyrir utan Evrópusambandið. „Ísland er, hugsa ég, eina landið í Evrópu þar sem það hefur orðið með einhverjum hætti að sjálfstæðu pólitísku markmiði að vera í viðræðum,“ sagði Birgir. „Í þessu felst auðvitað ákveðin mótsögn. Sérstaklega þegar við horfum á það, að það að fara í viðræður við Evrópusambandið hlýtur að fela í sér ákveðinn vilja til að ganga þangað inn. Þannig er því tekið af hálfu Evrópusambandsins.“Afstaða til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir stuðningi við flokka.Vísir/Stöð 2Mesti munur hjá stjórnarflokkunumAf kjósendum Sjálfstæðisflokksins vill rúmlega helmingur þjóðaratkvæðagreiðslu þótt níutíu prósent sé á móti aðild og innan Sjálfstæðisflokksins er því mesta mótsögnin. Þá vill þrjátíu og fimm prósent Framsóknarmanna þjóðaratkvæðagreiðslu þótt 96 prósent sé á móti aðild. Langflestir stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Vantraust á fulltrúalýðræðinuBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur sagði á móti að krafan væri almennt í samfélaginu um aukið beint lýðræði, að fólk fái að segja sína skoðun milliliðalaust. „Þetta tengist líklega aukinni vantrú á fulltrúalýðræðinu og við sjáum hvað Alþingi nýtur lítils trausts í dag“, sagði Baldur í frétt Stöðvar 2. Baldur segir enga mótsögn felast í því að vilja mögulega aðildarviðræður án þess að vilja ganga í sambandið. „Við sjáum það í löndum sem sótt hafa um aðild að aðild er þar mjög umdeild. Það er alltaf þónokkur hópur í samfélaginu sem er andsnúinn aðild og hefur sýnt það í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar eru. Við sjáum það til dæmis í Noregi. Þar hefur aðildarsamningur tvisvar sinnum verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Möltu var aðildarumsóknin sett á ís í tvö ár en síðan var aðildarsamningur borinn undir þjóðina að lokum og í Sviss er aðildarumsóknin ennþá á ís“, sagði Baldur. Svarhlutfall í könnuninni var rúmlega 74 prósent. Níu prósent voru óákveðin eða svöruðu ekki. Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir umræðuna í Evrópumálum séríslenska og mótsagnakennda. Prófessor í stjórnmálafræði bendir aftur á móti á að önnur ríki hafi nálgast umræðuna eins og hér.Afstaðan ótengd stuðningi við ESBÍ könnuninni, sem gerð var 18. og 19.mars, sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt aðild að Evrópusambandinu snúast tölurnar við. Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu.Mótsögn í umræðunniBirgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að líta ætti til umræðunnar utan landsteinanna. Í öðrum Evrópulöndum hafi umræðan snúist um hvort það eigi að ganga inn eða standa fyrir utan Evrópusambandið. „Ísland er, hugsa ég, eina landið í Evrópu þar sem það hefur orðið með einhverjum hætti að sjálfstæðu pólitísku markmiði að vera í viðræðum,“ sagði Birgir. „Í þessu felst auðvitað ákveðin mótsögn. Sérstaklega þegar við horfum á það, að það að fara í viðræður við Evrópusambandið hlýtur að fela í sér ákveðinn vilja til að ganga þangað inn. Þannig er því tekið af hálfu Evrópusambandsins.“Afstaða til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir stuðningi við flokka.Vísir/Stöð 2Mesti munur hjá stjórnarflokkunumAf kjósendum Sjálfstæðisflokksins vill rúmlega helmingur þjóðaratkvæðagreiðslu þótt níutíu prósent sé á móti aðild og innan Sjálfstæðisflokksins er því mesta mótsögnin. Þá vill þrjátíu og fimm prósent Framsóknarmanna þjóðaratkvæðagreiðslu þótt 96 prósent sé á móti aðild. Langflestir stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Vantraust á fulltrúalýðræðinuBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur sagði á móti að krafan væri almennt í samfélaginu um aukið beint lýðræði, að fólk fái að segja sína skoðun milliliðalaust. „Þetta tengist líklega aukinni vantrú á fulltrúalýðræðinu og við sjáum hvað Alþingi nýtur lítils trausts í dag“, sagði Baldur í frétt Stöðvar 2. Baldur segir enga mótsögn felast í því að vilja mögulega aðildarviðræður án þess að vilja ganga í sambandið. „Við sjáum það í löndum sem sótt hafa um aðild að aðild er þar mjög umdeild. Það er alltaf þónokkur hópur í samfélaginu sem er andsnúinn aðild og hefur sýnt það í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar eru. Við sjáum það til dæmis í Noregi. Þar hefur aðildarsamningur tvisvar sinnum verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Möltu var aðildarumsóknin sett á ís í tvö ár en síðan var aðildarsamningur borinn undir þjóðina að lokum og í Sviss er aðildarumsóknin ennþá á ís“, sagði Baldur. Svarhlutfall í könnuninni var rúmlega 74 prósent. Níu prósent voru óákveðin eða svöruðu ekki.
Alþingi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent