Tæplega 80 prósent vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Linda Blöndal skrifar 21. mars 2015 19:04 Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir umræðuna í Evrópumálum séríslenska og mótsagnakennda. Prófessor í stjórnmálafræði bendir aftur á móti á að önnur ríki hafi nálgast umræðuna eins og hér.Afstaðan ótengd stuðningi við ESBÍ könnuninni, sem gerð var 18. og 19.mars, sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt aðild að Evrópusambandinu snúast tölurnar við. Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu.Mótsögn í umræðunniBirgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að líta ætti til umræðunnar utan landsteinanna. Í öðrum Evrópulöndum hafi umræðan snúist um hvort það eigi að ganga inn eða standa fyrir utan Evrópusambandið. „Ísland er, hugsa ég, eina landið í Evrópu þar sem það hefur orðið með einhverjum hætti að sjálfstæðu pólitísku markmiði að vera í viðræðum,“ sagði Birgir. „Í þessu felst auðvitað ákveðin mótsögn. Sérstaklega þegar við horfum á það, að það að fara í viðræður við Evrópusambandið hlýtur að fela í sér ákveðinn vilja til að ganga þangað inn. Þannig er því tekið af hálfu Evrópusambandsins.“Afstaða til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir stuðningi við flokka.Vísir/Stöð 2Mesti munur hjá stjórnarflokkunumAf kjósendum Sjálfstæðisflokksins vill rúmlega helmingur þjóðaratkvæðagreiðslu þótt níutíu prósent sé á móti aðild og innan Sjálfstæðisflokksins er því mesta mótsögnin. Þá vill þrjátíu og fimm prósent Framsóknarmanna þjóðaratkvæðagreiðslu þótt 96 prósent sé á móti aðild. Langflestir stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Vantraust á fulltrúalýðræðinuBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur sagði á móti að krafan væri almennt í samfélaginu um aukið beint lýðræði, að fólk fái að segja sína skoðun milliliðalaust. „Þetta tengist líklega aukinni vantrú á fulltrúalýðræðinu og við sjáum hvað Alþingi nýtur lítils trausts í dag“, sagði Baldur í frétt Stöðvar 2. Baldur segir enga mótsögn felast í því að vilja mögulega aðildarviðræður án þess að vilja ganga í sambandið. „Við sjáum það í löndum sem sótt hafa um aðild að aðild er þar mjög umdeild. Það er alltaf þónokkur hópur í samfélaginu sem er andsnúinn aðild og hefur sýnt það í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar eru. Við sjáum það til dæmis í Noregi. Þar hefur aðildarsamningur tvisvar sinnum verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Möltu var aðildarumsóknin sett á ís í tvö ár en síðan var aðildarsamningur borinn undir þjóðina að lokum og í Sviss er aðildarumsóknin ennþá á ís“, sagði Baldur. Svarhlutfall í könnuninni var rúmlega 74 prósent. Níu prósent voru óákveðin eða svöruðu ekki. Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Stór hluti þjóðarinnar vill að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB viðræðna en álíka stór hópur vill þó ekki ganga í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir umræðuna í Evrópumálum séríslenska og mótsagnakennda. Prófessor í stjórnmálafræði bendir aftur á móti á að önnur ríki hafi nálgast umræðuna eins og hér.Afstaðan ótengd stuðningi við ESBÍ könnuninni, sem gerð var 18. og 19.mars, sögðust 79 prósent af þeim sem tóku afstöðu hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við ESB en aðeins rúm tuttugu prósent voru á móti. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynnt aðild að Evrópusambandinu snúast tölurnar við. Tæp 30 prósent er hlynnt aðild en rúmlega 70 prósent ekki. Afstaðan til þjóðaratkvæðagreiðslu virðist því að mestu ótengd afstöðu til inngöngu.Mótsögn í umræðunniBirgir Ármannson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar Alþingis, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að líta ætti til umræðunnar utan landsteinanna. Í öðrum Evrópulöndum hafi umræðan snúist um hvort það eigi að ganga inn eða standa fyrir utan Evrópusambandið. „Ísland er, hugsa ég, eina landið í Evrópu þar sem það hefur orðið með einhverjum hætti að sjálfstæðu pólitísku markmiði að vera í viðræðum,“ sagði Birgir. „Í þessu felst auðvitað ákveðin mótsögn. Sérstaklega þegar við horfum á það, að það að fara í viðræður við Evrópusambandið hlýtur að fela í sér ákveðinn vilja til að ganga þangað inn. Þannig er því tekið af hálfu Evrópusambandsins.“Afstaða til þjóðaratkvæðagreiðslu eftir stuðningi við flokka.Vísir/Stöð 2Mesti munur hjá stjórnarflokkunumAf kjósendum Sjálfstæðisflokksins vill rúmlega helmingur þjóðaratkvæðagreiðslu þótt níutíu prósent sé á móti aðild og innan Sjálfstæðisflokksins er því mesta mótsögnin. Þá vill þrjátíu og fimm prósent Framsóknarmanna þjóðaratkvæðagreiðslu þótt 96 prósent sé á móti aðild. Langflestir stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu. Vantraust á fulltrúalýðræðinuBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur sagði á móti að krafan væri almennt í samfélaginu um aukið beint lýðræði, að fólk fái að segja sína skoðun milliliðalaust. „Þetta tengist líklega aukinni vantrú á fulltrúalýðræðinu og við sjáum hvað Alþingi nýtur lítils trausts í dag“, sagði Baldur í frétt Stöðvar 2. Baldur segir enga mótsögn felast í því að vilja mögulega aðildarviðræður án þess að vilja ganga í sambandið. „Við sjáum það í löndum sem sótt hafa um aðild að aðild er þar mjög umdeild. Það er alltaf þónokkur hópur í samfélaginu sem er andsnúinn aðild og hefur sýnt það í þessum þjóðaratkvæðagreiðslum sem haldnar eru. Við sjáum það til dæmis í Noregi. Þar hefur aðildarsamningur tvisvar sinnum verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Möltu var aðildarumsóknin sett á ís í tvö ár en síðan var aðildarsamningur borinn undir þjóðina að lokum og í Sviss er aðildarumsóknin ennþá á ís“, sagði Baldur. Svarhlutfall í könnuninni var rúmlega 74 prósent. Níu prósent voru óákveðin eða svöruðu ekki.
Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira