Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2015 11:00 Sævar Helgi er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Vísir „Þetta gekk á alla vikuna, frá mánudegi fram á fimmtudag,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær svívirðingar sem hann fékk yfir sig frá fólki sem fannst það sniðgengið í síðustu viku. Það fór varla farið framhjá neinum að á föstudagsmorgun var sólmyrkvi sem sást frábærlega á Íslandi. Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá jörðinni. Sævar Helgi og Stjörnuskoðunarfélagið gáfu 74.000 grunnskólabörnum sérstök sólmyrkvagleraugu til að eiga þess kost að geta fylgst með myrkvanum. Ekki voru allir sáttir með framtakið og hefur Sævar verið sakaður um mannréttindabrot.Sjáðu einnig: Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37„Það sem særði mann mest var þegar maður fékk símtöl frá einhverjum leikskólastjórum sem töluðu um einhvern bjarnargreiða og sökuðu mann um mannréttindabrot fyrir að geta ekki fært öllum leikskólabörnum gleraugu.“ Sævar segist hafa verið hundskammaður.Stemningin var mögnuð á föstudagsmorgun.vísir/pjetur„Auðvitað hefðum við viljað gefa öllum börnum gleraugu en það vildi enginn styðja verkefnið og því gátum við bara einbeitt okkur að grunnskólabörnum, enda voru þau alveg nógu mörg. Ég held að flestir séu nú sammálu um að það hafi tekist vel.“ Sævar skildi hvorki upp né niður þegar svívirðingum fór að rigna yfir hann. „Maður fékk ótal símtöl frá freku og dónalegu fólki en það má samt alls ekki gleyma þeim sem hringdu inn og voru virkilega skemmtileg og ótrúlega gaman að tala við. Ég fékk alveg fullt af símtölum, bæði frá ósáttum leikskólakennurum og sömuleiðis ferðaþjónustuaðilum sem sökuðu mann um að eyðileggja ferðir sem þeir höfðu verið að auglýsa.“ Hann segir að fólk sem hann ræddi við í vikunni hafi ekki alls ekki viljað skiptast á að nota gleraugu við næsta mann. „Það virtist vera alveg gjörsamlega ómögulegt fyrir suma að gera eitthvað slíkt. Fólk skiptist á að nota svona gleraugu um allan heim og ekki komu upp nein vandamál neins staðar. Þessi framkoma kom mér virkilega á óvart. Við vorum bara að láta gott af okkur leiða og svo fær maður svona viðhorf til baka. En ég vil taka það skýrt fram að ég hef einnig fengið mikið hrós síðustu daga.“ Tengdar fréttir Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
„Þetta gekk á alla vikuna, frá mánudegi fram á fimmtudag,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær svívirðingar sem hann fékk yfir sig frá fólki sem fannst það sniðgengið í síðustu viku. Það fór varla farið framhjá neinum að á föstudagsmorgun var sólmyrkvi sem sást frábærlega á Íslandi. Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá jörðinni. Sævar Helgi og Stjörnuskoðunarfélagið gáfu 74.000 grunnskólabörnum sérstök sólmyrkvagleraugu til að eiga þess kost að geta fylgst með myrkvanum. Ekki voru allir sáttir með framtakið og hefur Sævar verið sakaður um mannréttindabrot.Sjáðu einnig: Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37„Það sem særði mann mest var þegar maður fékk símtöl frá einhverjum leikskólastjórum sem töluðu um einhvern bjarnargreiða og sökuðu mann um mannréttindabrot fyrir að geta ekki fært öllum leikskólabörnum gleraugu.“ Sævar segist hafa verið hundskammaður.Stemningin var mögnuð á föstudagsmorgun.vísir/pjetur„Auðvitað hefðum við viljað gefa öllum börnum gleraugu en það vildi enginn styðja verkefnið og því gátum við bara einbeitt okkur að grunnskólabörnum, enda voru þau alveg nógu mörg. Ég held að flestir séu nú sammálu um að það hafi tekist vel.“ Sævar skildi hvorki upp né niður þegar svívirðingum fór að rigna yfir hann. „Maður fékk ótal símtöl frá freku og dónalegu fólki en það má samt alls ekki gleyma þeim sem hringdu inn og voru virkilega skemmtileg og ótrúlega gaman að tala við. Ég fékk alveg fullt af símtölum, bæði frá ósáttum leikskólakennurum og sömuleiðis ferðaþjónustuaðilum sem sökuðu mann um að eyðileggja ferðir sem þeir höfðu verið að auglýsa.“ Hann segir að fólk sem hann ræddi við í vikunni hafi ekki alls ekki viljað skiptast á að nota gleraugu við næsta mann. „Það virtist vera alveg gjörsamlega ómögulegt fyrir suma að gera eitthvað slíkt. Fólk skiptist á að nota svona gleraugu um allan heim og ekki komu upp nein vandamál neins staðar. Þessi framkoma kom mér virkilega á óvart. Við vorum bara að láta gott af okkur leiða og svo fær maður svona viðhorf til baka. En ég vil taka það skýrt fram að ég hef einnig fengið mikið hrós síðustu daga.“
Tengdar fréttir Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19
Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57
Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45
Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25