Segir leikskólastjóra hafa sakað sig um mannréttindabrot Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2015 11:00 Sævar Helgi er formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Vísir „Þetta gekk á alla vikuna, frá mánudegi fram á fimmtudag,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær svívirðingar sem hann fékk yfir sig frá fólki sem fannst það sniðgengið í síðustu viku. Það fór varla farið framhjá neinum að á föstudagsmorgun var sólmyrkvi sem sást frábærlega á Íslandi. Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá jörðinni. Sævar Helgi og Stjörnuskoðunarfélagið gáfu 74.000 grunnskólabörnum sérstök sólmyrkvagleraugu til að eiga þess kost að geta fylgst með myrkvanum. Ekki voru allir sáttir með framtakið og hefur Sævar verið sakaður um mannréttindabrot.Sjáðu einnig: Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37„Það sem særði mann mest var þegar maður fékk símtöl frá einhverjum leikskólastjórum sem töluðu um einhvern bjarnargreiða og sökuðu mann um mannréttindabrot fyrir að geta ekki fært öllum leikskólabörnum gleraugu.“ Sævar segist hafa verið hundskammaður.Stemningin var mögnuð á föstudagsmorgun.vísir/pjetur„Auðvitað hefðum við viljað gefa öllum börnum gleraugu en það vildi enginn styðja verkefnið og því gátum við bara einbeitt okkur að grunnskólabörnum, enda voru þau alveg nógu mörg. Ég held að flestir séu nú sammálu um að það hafi tekist vel.“ Sævar skildi hvorki upp né niður þegar svívirðingum fór að rigna yfir hann. „Maður fékk ótal símtöl frá freku og dónalegu fólki en það má samt alls ekki gleyma þeim sem hringdu inn og voru virkilega skemmtileg og ótrúlega gaman að tala við. Ég fékk alveg fullt af símtölum, bæði frá ósáttum leikskólakennurum og sömuleiðis ferðaþjónustuaðilum sem sökuðu mann um að eyðileggja ferðir sem þeir höfðu verið að auglýsa.“ Hann segir að fólk sem hann ræddi við í vikunni hafi ekki alls ekki viljað skiptast á að nota gleraugu við næsta mann. „Það virtist vera alveg gjörsamlega ómögulegt fyrir suma að gera eitthvað slíkt. Fólk skiptist á að nota svona gleraugu um allan heim og ekki komu upp nein vandamál neins staðar. Þessi framkoma kom mér virkilega á óvart. Við vorum bara að láta gott af okkur leiða og svo fær maður svona viðhorf til baka. En ég vil taka það skýrt fram að ég hef einnig fengið mikið hrós síðustu daga.“ Tengdar fréttir Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Þetta gekk á alla vikuna, frá mánudegi fram á fimmtudag,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær svívirðingar sem hann fékk yfir sig frá fólki sem fannst það sniðgengið í síðustu viku. Það fór varla farið framhjá neinum að á föstudagsmorgun var sólmyrkvi sem sást frábærlega á Íslandi. Sólmyrkvi verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar og myrkvar þannig sólina að hluta eða í heild séð frá jörðinni. Sævar Helgi og Stjörnuskoðunarfélagið gáfu 74.000 grunnskólabörnum sérstök sólmyrkvagleraugu til að eiga þess kost að geta fylgst með myrkvanum. Ekki voru allir sáttir með framtakið og hefur Sævar verið sakaður um mannréttindabrot.Sjáðu einnig: Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37„Það sem særði mann mest var þegar maður fékk símtöl frá einhverjum leikskólastjórum sem töluðu um einhvern bjarnargreiða og sökuðu mann um mannréttindabrot fyrir að geta ekki fært öllum leikskólabörnum gleraugu.“ Sævar segist hafa verið hundskammaður.Stemningin var mögnuð á föstudagsmorgun.vísir/pjetur„Auðvitað hefðum við viljað gefa öllum börnum gleraugu en það vildi enginn styðja verkefnið og því gátum við bara einbeitt okkur að grunnskólabörnum, enda voru þau alveg nógu mörg. Ég held að flestir séu nú sammálu um að það hafi tekist vel.“ Sævar skildi hvorki upp né niður þegar svívirðingum fór að rigna yfir hann. „Maður fékk ótal símtöl frá freku og dónalegu fólki en það má samt alls ekki gleyma þeim sem hringdu inn og voru virkilega skemmtileg og ótrúlega gaman að tala við. Ég fékk alveg fullt af símtölum, bæði frá ósáttum leikskólakennurum og sömuleiðis ferðaþjónustuaðilum sem sökuðu mann um að eyðileggja ferðir sem þeir höfðu verið að auglýsa.“ Hann segir að fólk sem hann ræddi við í vikunni hafi ekki alls ekki viljað skiptast á að nota gleraugu við næsta mann. „Það virtist vera alveg gjörsamlega ómögulegt fyrir suma að gera eitthvað slíkt. Fólk skiptist á að nota svona gleraugu um allan heim og ekki komu upp nein vandamál neins staðar. Þessi framkoma kom mér virkilega á óvart. Við vorum bara að láta gott af okkur leiða og svo fær maður svona viðhorf til baka. En ég vil taka það skýrt fram að ég hef einnig fengið mikið hrós síðustu daga.“
Tengdar fréttir Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19 Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57 Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45 Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Hitastigið féll lítillega í myrkvanum Það fór varla framhjá neinum í dag þegar sólmyrkvi sjást ágætlega á Íslandi. Veðurskilyrðin voru fín hér á höfuðborgarsvæðinu og sást vel í sólmyrkvann. 20. mars 2015 10:19
Sjáðu sólmyrkvann á Íslandi í heild sinni Kvikmyndamaður Stöðvar 2 kom sér fyrir á þaki höfuðstöðva 365 við Skaftahlíð í morgun og myndaði sólmyrkvann með þar til gerðri linsu. 20. mars 2015 12:57
Allt sem þú þarft að vita um sólmyrkvann: Nær hámarki klukkan 9:37 Fylgjast má með sólmyrkvanum í beinni á Vísi. 20. mars 2015 07:45
Heilluðust af sólmyrkvanum Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum. 20. mars 2015 10:57
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25