Innlent

Landsvirkjun hefur sett sér þrettán markmið í samfélagsábyrgð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að tryggja skuli að stefnumörkun um samfélagsábyrgð sé framfylgt.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að tryggja skuli að stefnumörkun um samfélagsábyrgð sé framfylgt. vísir/vilhelm
Landsvirkjun hefur birt markmið fyrirtækisins fyrir árið 2015 í tengslum við stefnu um samfélagsábyrgð en um er að ræða árlega marmiðasetningu.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að tryggja skuli að stefnumörkun um samfélagsábyrgð sé framfylgt. Markmiðin séu öllum opin og geta hagsmunaaðilar fylgst með því hvernig fyrirtækinu tekst að uppfylla þau á árinu 2015.

Markmið Landsvirkjunar fyrir árið 2015 eru:

  • Kanna vinnslu vistvæns eldsneytis úr umframorku og útblæstri
  • Stuðla áfram að nýsköpun í orkugeiranum með stuðningi við orkusprota
  • Græða upp land við Þeistareyki
  • Draga úr losun vegna samgangna starfsmanna og fyrirtækis
  • Innleiða vistvæn innkaup
  • Fjölga opnum fundum með hagsmunaaðilum
  • Endurskoða jafnréttisstefnu fyrirtækisins
  • Greiða arð til eigenda
  • Starfsemi Landsvirkjunar sé slysalaus
  • Opna fræðandi orkusýningu í Ljósafossstöð
  • Auka aðgengi almennings að rannsóknum
  • Móta sjálfbærnivísa í samstarfi við hagsmunaaðila á Norðurlandi
  • Endurskoða meginferla Landsvirkjunar


Markmiðin eru skilgreind innan sex áherslusviða samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun en þau eru: ábyrgir starfs- og stjórnarhættir, umhverfismál, ábyrgð í virðiskeðjunni, samfélagið, mannauðurinn og miðlun þekkingar. Nánar má skoða markmiðin og upplýsingar þeim tengd hér

Árið 2011 setti Landsvirkjun sér stefnu um samfélagslega ábyrgð. Hún er að skapa arð, fara vel með auðlindir og umhverfi og stuðla að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins.

Markmið samfélagsábyrgðar er að hámarka jákvæð áhrif fyrirtækisins á samfélag og umhverfi og lágmarka neikvæð áhrif. Með þessu móti stígur Landsvirkjun jafnframt skref í að jafna áherslur umhverfis, samfélags og efnahags í starfseminni. Markmið stefnunnar og birtingu markmiða er einnig að auka gagnsæi í starfsemi fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×