Sakaðir um að hafa gefið rafstuð í kynfæri í Vogunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2015 11:07 Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og fleira. Kristján Markús Sívarsson og tveir nítján ára piltar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum. Meint árás átti sér stað þann 6. ágúst en í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að Kristján Markús hafi slegið ítrekað í andlitið á manni og í kjölfarið hafi þeir allir þrír skipst á að slá í andlit og líkama hans, sparkað í höfuð hans og gefið honum rafstuð. Reyndu að smita af lifrarbólgu C Er mönnunum þremur gefið að sök að hafa ítrekað gefið manninum rafstuð með rafstuðbyssu víðs vegar um líkamann og þar á meðal í kynfæri hans. Þá hafi þremenningarnir þvingað manninn til að sleikja egg og hráka upp af óhreinu gólfi íbúðarinnar, stungu í lærið með óhreinni sprautunál í því skyni að smita hann af lifrarbólgu C og neyddu hann til að drekka smjörsýru. Að því er kemur fram í ákæru kröfðu þremenningarnir manninn til að að greiða sér 500 til 800 þúsund krónur ella yrði honum nauðgað eða beittur frekara ofbeldi. Var maðurinn sviptur frelsi í rúma klukkustund. Hlaut maðurinn marblett á augnkrók vinstra auga, bólgu og mar á neðri vör, mar á vinstra læri, yfirborðsáverka á hálsi, skrámur á vinstri handlegg, hrufl á mjóbaki og roðarákir víðsvegar um bakið og rauða bletti víðsvegar um líkamann. Fórnarlamb árásarinnar fer fram á þriggja milljóna króna miskabætur. Ákærðu fyrir brugg Kristján Markús er einnig ákærður fyrir framleiðslu ólöglegs áfengis. Samkvæmt ákæru framleiddi hann 198 lítra af gambra sem innihélt 18 prósent etanóls að rúmmáli. Áfengið fannst við húsleit. Við húsleitina fundust líka sterar, lyf, amfetamín, rafstuðsbyssan, tvíhleypt haglabyssa af gerðinni Stevens, haglaskot og loftskammbyssa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Tengdar fréttir Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Frakkastíg verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 18. ágúst 2014 16:04 Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár. 18. ágúst 2014 17:19 Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Kristján Markús Sívarsson og tveir nítján ára piltar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum. Meint árás átti sér stað þann 6. ágúst en í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að Kristján Markús hafi slegið ítrekað í andlitið á manni og í kjölfarið hafi þeir allir þrír skipst á að slá í andlit og líkama hans, sparkað í höfuð hans og gefið honum rafstuð. Reyndu að smita af lifrarbólgu C Er mönnunum þremur gefið að sök að hafa ítrekað gefið manninum rafstuð með rafstuðbyssu víðs vegar um líkamann og þar á meðal í kynfæri hans. Þá hafi þremenningarnir þvingað manninn til að sleikja egg og hráka upp af óhreinu gólfi íbúðarinnar, stungu í lærið með óhreinni sprautunál í því skyni að smita hann af lifrarbólgu C og neyddu hann til að drekka smjörsýru. Að því er kemur fram í ákæru kröfðu þremenningarnir manninn til að að greiða sér 500 til 800 þúsund krónur ella yrði honum nauðgað eða beittur frekara ofbeldi. Var maðurinn sviptur frelsi í rúma klukkustund. Hlaut maðurinn marblett á augnkrók vinstra auga, bólgu og mar á neðri vör, mar á vinstra læri, yfirborðsáverka á hálsi, skrámur á vinstri handlegg, hrufl á mjóbaki og roðarákir víðsvegar um bakið og rauða bletti víðsvegar um líkamann. Fórnarlamb árásarinnar fer fram á þriggja milljóna króna miskabætur. Ákærðu fyrir brugg Kristján Markús er einnig ákærður fyrir framleiðslu ólöglegs áfengis. Samkvæmt ákæru framleiddi hann 198 lítra af gambra sem innihélt 18 prósent etanóls að rúmmáli. Áfengið fannst við húsleit. Við húsleitina fundust líka sterar, lyf, amfetamín, rafstuðsbyssan, tvíhleypt haglabyssa af gerðinni Stevens, haglaskot og loftskammbyssa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á morgun.
Tengdar fréttir Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Frakkastíg verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 18. ágúst 2014 16:04 Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár. 18. ágúst 2014 17:19 Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Frakkastíg verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 18. ágúst 2014 16:04
Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár. 18. ágúst 2014 17:19
Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25