Dómarar í Aurum-málinu munu ekki gefa skýrslu Birgir Olgeirsson skrifar 25. mars 2015 16:41 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og Jón Ásgeir Jóhannesson, einn af sakborningunum í Aurum-málinu ásamt verjendum sínum. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verjenda í Aurum-málinu að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St, Marteinssyni, dómformanni, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Í Aurum málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeilt í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeilt í umboðssvikum í Al Thani málinu. Al Thani-málið og Aurum-málið voru sótt af embætti sérstaks saksóknara en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fjölmiðla eftir að dómur féll í Aurum-málinu að hann hefði ekki haft upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð lauk. Við munnlegan málflutning vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu um að taka skýrslu af dómurunum tveimur var haft eftir Guðjóni St. Marteinssyni að Ólafur Þór hefði sannarlega vitað fyrir aðalmeðferð málsins að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, vísaði í tölvupóstsamskipti dómformannsins, Guðjóns, við ríkissaksóknara og verjendur í Aurum málinu varðandi ættartengsl Ólafs og Sverris. Þá vísaði hann einnig í tölvupóst Sverris til Guðjóns. Auk þess var vísað í símtal Guðjóns og sérstaks saksóknara og sagði Óttar að í því símtali hafi sérstakur saksóknari upplýst dómformanninn um ættartengsl Sverris. Þessar upplýsingar hafði verjandinn frá dómformanninum sjálfum. Vildu verjendurnir því kalla Guðjón til sem vitni til að spyrja hann út í það hvort samskipti hans og sérstaks saksóknara hefðu átt sér stað eins þeim var lýst hér að ofan. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en verjendurnir hafa áfrýjað þeim úrskurði til Hæstaréttar. Aurum-málið verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi samkvæmt dagskrá. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu verjenda í Aurum-málinu að tekin verði skýrsla af tveimur dómurum sem dæmdu í málinu, þeim Guðjóni St, Marteinssyni, dómformanni, og Sverri Ólafssyni, sérfróðum meðdómanda, áður en málið fer fyrir Hæstarétt. Í Aurum málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeilt í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeilt í umboðssvikum í Al Thani málinu. Al Thani-málið og Aurum-málið voru sótt af embætti sérstaks saksóknara en Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fjölmiðla eftir að dómur féll í Aurum-málinu að hann hefði ekki haft upplýsingar um ætterni Sverris fyrr en eftir að aðalmeðferð lauk. Við munnlegan málflutning vegna kröfu verjenda í Aurum-málinu um að taka skýrslu af dómurunum tveimur var haft eftir Guðjóni St. Marteinssyni að Ólafur Þór hefði sannarlega vitað fyrir aðalmeðferð málsins að Sverrir væri bróðir Ólafs Ólafssonar. Verjandi Lárusar Welding, Óttar Pálsson, vísaði í tölvupóstsamskipti dómformannsins, Guðjóns, við ríkissaksóknara og verjendur í Aurum málinu varðandi ættartengsl Ólafs og Sverris. Þá vísaði hann einnig í tölvupóst Sverris til Guðjóns. Auk þess var vísað í símtal Guðjóns og sérstaks saksóknara og sagði Óttar að í því símtali hafi sérstakur saksóknari upplýst dómformanninn um ættartengsl Sverris. Þessar upplýsingar hafði verjandinn frá dómformanninum sjálfum. Vildu verjendurnir því kalla Guðjón til sem vitni til að spyrja hann út í það hvort samskipti hans og sérstaks saksóknara hefðu átt sér stað eins þeim var lýst hér að ofan. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en verjendurnir hafa áfrýjað þeim úrskurði til Hæstaréttar. Aurum-málið verður tekið fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi samkvæmt dagskrá.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00 Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20 Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. Sérstakur saksóknari neitar því og segir Guðjón misminna. 19. mars 2015 07:00
Vilja taka skýrslur af dómurum í Aurum-málinu Verjendur í Aurum-málinu krefjast þess að tveir dómarar sem dæmdu í málinu í héraði gefi skýrslu fyrir dómi vegna ómerkingarkröfu ríkissaksóknara. 27. febrúar 2015 14:20
Aurum-málið: Segja sérstakan saksóknara hafa vitað af ættartengslum dómara Verjendur í Aurum-málinu vilja kalla tvo af dómurum málsins til vitnis. Munnlegur málflutningur um kröfuna fór fram í dag. 18. mars 2015 16:31