Erlent

Baguettebrauðið komið til Norður-Kóreu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur heimsótt verksmiðjuna.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur heimsótt verksmiðjuna. Vísir/AFP
Baguettebrauð njóta nú mikilla vinsælda á meðal yfirstéttarinnar í Norður-Kóreu. Kokkar í KumkopGeneralFoodstuffFactory for Sportspersons, sem sett var á fót árið 2011, fóru nýverið í sérstaka námsferð til Frakklands þar sem þeim var kennt að baka hin heimsþekktu brauð. Reuters greinir frá þessu.



Reuters vitnar í dagblað sem gefið er út af stuðningsmönnum norðurkóreska ríkisins í Japan. Þar segir að heilhveiti baguette hafi slegið rækilega í gegn. Ljóst má vera að það sé hins vegar aðeins takmarkaður hópur Norður-Kóreubúa sem nýtur þessa nýja brauðmetis. Stór hluti þjóðarinnar býr við gott sem ekkert fæðuöryggi.



Sameinuðu þjóðirnar telja að um fjórðungur allra barna í landinu séu vannærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×