Innlent

Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi Hannesar

Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hannes Smárason ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar.
Hannes Smárason ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. vísir/gva
Embætti ríkissaksóknara hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sömu heimildir herma að áfrýjunarstefnan hafi enn ekki verið birt Hannesi né verjanda hans, Gísla Guðna Hall. Kjarninn greindi fyrst frá málinu.

Hannes var í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 18. febrúar sýknaður af ákæru sérstaks saksóknara. Hann var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega þrjá milljarða af reikningi FL Groop í Kaupþingi í Lúxemborg sem svo voru lagðir inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons í sama banka. Sérstakur saksóknari fór fram á tveggja til þriggja ára fangelsi.

Ríkissaksóknari tekur ákvörðun um áfrýjun héraðsdóms og fer um flutning slíkra mála fyrir Hæstarétti eftir almennum reglum. Einnig er honum heimilt að fela það verk sérstökum saksóknara eða saksóknara við embætti hans. Sérstakur saksóknari fór á þess leit að máli Hannesar yrði áfrýjað.


Tengdar fréttir

Hannes Smárason sýknaður

Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group, var ákærður fyrir tæplega 3 milljarða króna fjárdrátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×