Viðskipti innlent

Hannes Smárason sýknaður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hannes Smárason ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð málsins.
Hannes Smárason ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð málsins. Vísir/GVA
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformann og forstjóra FL Group, af ákæru um fjárdrátt.

Sérstakur saksóknari ákærði Hannes fyrir að hafa dregið sér tæplega 3 milljarða af reikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg sem svo voru lagðir inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons í sama banka.

Millifærslan var framkvæmd þann 25. apríl 2005 og án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Hannes hefur alla tíð neitað sök í málinu og sagðist við aðalmeðferð málsins í héraði „ekkert kannast við þessi viðskipti”.

Stærsti eigandi Fons var Pálmi Haraldsson. Peningurinn var svo millifærður af reikningi Fons yfir á reikning stærstu hluthafa í flugfélaginu Sterling. Taldi saksóknari að millifærslan frá FL Group til Fons benti til þess að fyrrnefnda félagið ætlaði að taka þátt í kaupum Fons á Sterling. 

Hannes mætti ekki í dómsal í morgun en hvorki verjandi hans né saksóknari, Finnur Vilhjálmsson, vildu veita viðtal þegar eftir því var leitað. Þó má fastlega búast við því að ákæruvaldið áfrýji dómnum.

Click here for an English version.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×