Lífið

Eurovision myndbandið við Unbroken tilbúið

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr myndbandinu.
Úr myndbandinu.
Myndbandið við Eurovision framlag okkar Íslendinga er tilbúið. Það var að hluta til tekið upp í sementsverksmiðjunni á Akranesi og í því sigrast María Ólafsdóttir á erfiðleikum, einum í einu. 

Lagið heitir Unbroken og er samið af upptökustjórateyminu StopWaitGo, skipað þeim Ásgeiri Orra Ásgeirssyni, Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Leikstjóri myndbandsins er Andri Páll Alfreðsson og framleiðsla var í höndum Jakobs Gabríels Þórshallsonar, Jónasar Braga Þórhallssonar og Andra Páls Alfreðssonar.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×