Lífið

Friðrik og María saman á sviðinu í Vín?

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Friðriki Dór stendur til boða að syngja bakraddir með Maríu Ólafs í Eurovision. Þau sungu sitthvort lagið eftir þremenningana í StopWaitGo í úrslitaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld en þar stóð lagið sem María söng, Unbroken uppi sem sigurvegari.

Sjá einnig: Friðrik Dór er klár í slaginn með Maríu

Þetta kom fram í Kastljósviðtali við þau Ásgeir Orrar Ásgeirsson, liðsmanni StopWaitGo, og Maríu í gærkvöldi. Þar spurði Helga Arnardóttir út í sögusagnir um mögulega aðkomu Friðriks að atriðinu.

Sjá einnig: Gleymdu milljón króna ávísun

„Það þyrfti eiginlega að fá það á hreint sem fyrst því við höfum allavega fengið þessa spurningu nokkuð oft núna og það væri forvitnilegt að vita hvort hann væri til í það. Það væri góð kynning fyrir hann,“ sagði Ásgeir Orri um málið.



Sjá einnig: María vann með 15 þúsund atkvæða mun




Þannig að honum stendur það til boða, formlega, spurði þá Helga og fékk svarið: „Að sjálfsögðu. Að sjálfsögðu.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×