Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 2. mars 2015 17:46 Rætt er við Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman og eiginkonu hans Ishrat í þættinum í kvöld. Vísir Kynlíf samkynhneigðra er álitin synd í íslam en misjafnt er hversu hart er á því tekið. Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. Hann og eiginkona hans Ishrat eiga fimm börn og aðspurður hvernig hann myndi bregðast við ef eitthvert barna hans kæmi út úr skápnum var hann alveg skýr.Yrði útskúfaður úr fjölskyldunni „Það er bannað fyrir múslima,” sagði hann og bætti við að ef hann myndi slíta samskiptum við son eða dóttur ef viðkomandi væri í samkynhneigðu sambandi. Viðkomandi yrði jafnframt útskúfaður úr fjölskyldunni. Tengdasonur hans, Jóhannes Ari, sem hefur einnig tekið upp íslam, mótmælti þessari afstöðu tengdaföður síns. „Ef dóttir mín yrði samkynhneigð, þá myndi ég ekkert loka á hana,“ segir Jóhannes. „Mér finnst það bara kolrangt, þetta er barnið þitt.” Sonur Nasirs, Muhammad, tók undir og kvaðst ekki myndu loka á barnið sitt þótt það kæmi út úr skápnum. Víðast hvar í múslimskum löndum er samkynhneigð ekki viðurkennd félagslega. Dauðarefsing liggur við samkynhneigðu kynlífi í nokkrum múslimalöndum en það er löglegt í 22 ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands.VísirReyndist erfitt að fóta sig í nýrri tilveru Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands og tókst með stálvilja að ljúka hér námi. Hún stofnaði sprotafyrirtækið Geosilica ásamt skólafélaga sínum, en þar starfa nú fimm manns við að framleiða fæðubótarefni úr kísli. Fida lýsir því í þætti kvöldsins hversu erfitt henni reyndist að fóta sig í nýrri tilveru þar sem hún reyndi af öllum mætti að þóknast bæði félögum sínum í íslenskum unglingaveruleika og múslimsku stórfjölskyldunni. Annars vegar kröfur um djamm og drykkju og hins vegar kröfur um siðprýði og hófsamt líferni. Hún segist hafa lifað tvöföldu lífi á þessum árum og ekki orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Í dag er hún hamingjusamlega gift íslenskum manni.Fyrri hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöð 2, kl. 19:20 í kvöld. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Kynlíf samkynhneigðra er álitin synd í íslam en misjafnt er hversu hart er á því tekið. Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. Hann og eiginkona hans Ishrat eiga fimm börn og aðspurður hvernig hann myndi bregðast við ef eitthvert barna hans kæmi út úr skápnum var hann alveg skýr.Yrði útskúfaður úr fjölskyldunni „Það er bannað fyrir múslima,” sagði hann og bætti við að ef hann myndi slíta samskiptum við son eða dóttur ef viðkomandi væri í samkynhneigðu sambandi. Viðkomandi yrði jafnframt útskúfaður úr fjölskyldunni. Tengdasonur hans, Jóhannes Ari, sem hefur einnig tekið upp íslam, mótmælti þessari afstöðu tengdaföður síns. „Ef dóttir mín yrði samkynhneigð, þá myndi ég ekkert loka á hana,“ segir Jóhannes. „Mér finnst það bara kolrangt, þetta er barnið þitt.” Sonur Nasirs, Muhammad, tók undir og kvaðst ekki myndu loka á barnið sitt þótt það kæmi út úr skápnum. Víðast hvar í múslimskum löndum er samkynhneigð ekki viðurkennd félagslega. Dauðarefsing liggur við samkynhneigðu kynlífi í nokkrum múslimalöndum en það er löglegt í 22 ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands.VísirReyndist erfitt að fóta sig í nýrri tilveru Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands og tókst með stálvilja að ljúka hér námi. Hún stofnaði sprotafyrirtækið Geosilica ásamt skólafélaga sínum, en þar starfa nú fimm manns við að framleiða fæðubótarefni úr kísli. Fida lýsir því í þætti kvöldsins hversu erfitt henni reyndist að fóta sig í nýrri tilveru þar sem hún reyndi af öllum mætti að þóknast bæði félögum sínum í íslenskum unglingaveruleika og múslimsku stórfjölskyldunni. Annars vegar kröfur um djamm og drykkju og hins vegar kröfur um siðprýði og hófsamt líferni. Hún segist hafa lifað tvöföldu lífi á þessum árum og ekki orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Í dag er hún hamingjusamlega gift íslenskum manni.Fyrri hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöð 2, kl. 19:20 í kvöld. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00