Sérsveitin í útkalli á Suðurlandi: Kona miðaði byssu á 18 ára pilt Stefán Árni Pálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. mars 2015 12:21 Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir að sérsveitin hafi verið kölluð út. Vísir/Jack Hrafnkell Búið er að handtaka konuna sem miðaði byssu á gangandi vegfaranda á Selfossi fyrr í dag. Sérsveitarmenn voru sendir á vettvang en samkvæmt upplýsingum Vísis miðaði konan byssu á 18 ára pilt sem var að ganga í skólann í morgun. Konan var leidd út úr íbúðinni í handjárnum um klukkan eitt, samkvæmt sjónarvotti. Samkvæmt upplýsingum Vísis er konan fædd 1963 og því á sextugsaldri.Gaf sig sjálf fram Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi sett sjónpóst á húsið á meðan beðið var eftir sérsveit ríkislögreglustjórans. „Eftir skamma stund kom viðkomandi út og gaf sig á vald lögreglu,“ segir hann. Oddur segir að ekki sé hægt að fullyrða um að alvöru skotvopn hafi verið að ræða.Konan er stödd í fjölbýlishúsi við Ástjörn á Selfossi.Vísir/map.isYfirlögregluþjónninn segist ekki geta sagt á þessu stigi hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. „Það er ekki komið svo langt að menn geti gefið út neina yfirlýsingu um það,“ segir hann. „Mér finnst það nú svona líklegra að í rauninni séu þetta einhverjir sjúkdómar sem þarna koma að.“ Ógnaði 18 ára nemanda í FSU „Sonur minn var í á leiðinni í leikfimitíma þegar bíll stöðvar fyrir framan hann og kona dregur fram byssu og öskrar á hann bamm, bamm,“ segir faðir átján ára nemanda við Fjölbrautaskóla Suðurlands í samtali við Vísi í morgun. Atvikið átti sér stað um klukkan hálf tíu í morgun. „Hún miðaði byssunni að stráknum sem hljóp strax í burtu og faldi sig inni í runna.“ Maðurinn sagði þá að umsátursástands væri fyrir utan blokk konunnar við Ástjörn á Selfossi. Hún hafi áður komið við sögu hjá lögreglu en síðasta sumar mun hún hafa otað hnífi að fólki á Selfossi.Ástjörn 9 á Selfossi.mynd/skjáskot af ja.is„Lögreglan brást mjög vel við og ræddi við drenginn minn í dágóða stund. Hann ákvað síðar að fara aftur í skólann, þrátt fyrir að vera nokkuð skelkaður.“Með viðbúnað inni í blokkinni Íbúi í blokkinni sagði í samtali við Vísi rétt áður en að konan var handtekin að lögregluþjónar væru á stigaganginum í húsinu og fyrir utan. „Þeir eru tveir einkennisklæddir lögregluþjónar á stigaganginum og bíll niðri á stæði og sjúkrabíll úti á horni,“ sagði Jack Hrafnkell Daníelsson í samtali við Vísi. „Þeir standa bara hérna uppi í tröppunum.“Ert þú með upplýsingar? Hafðu samband í síma 5125100 eða sendu póst á ritstjorn@visir.isHér má sjá blokkina sem konan býr í.vísir/böddiVísirLögreglan var umtalsverðan tíma á svæðinu.vísirSérsveitin að störfum.vísirPost by Lögreglan á Suðurlandi. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Búið er að handtaka konuna sem miðaði byssu á gangandi vegfaranda á Selfossi fyrr í dag. Sérsveitarmenn voru sendir á vettvang en samkvæmt upplýsingum Vísis miðaði konan byssu á 18 ára pilt sem var að ganga í skólann í morgun. Konan var leidd út úr íbúðinni í handjárnum um klukkan eitt, samkvæmt sjónarvotti. Samkvæmt upplýsingum Vísis er konan fædd 1963 og því á sextugsaldri.Gaf sig sjálf fram Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi sett sjónpóst á húsið á meðan beðið var eftir sérsveit ríkislögreglustjórans. „Eftir skamma stund kom viðkomandi út og gaf sig á vald lögreglu,“ segir hann. Oddur segir að ekki sé hægt að fullyrða um að alvöru skotvopn hafi verið að ræða.Konan er stödd í fjölbýlishúsi við Ástjörn á Selfossi.Vísir/map.isYfirlögregluþjónninn segist ekki geta sagt á þessu stigi hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. „Það er ekki komið svo langt að menn geti gefið út neina yfirlýsingu um það,“ segir hann. „Mér finnst það nú svona líklegra að í rauninni séu þetta einhverjir sjúkdómar sem þarna koma að.“ Ógnaði 18 ára nemanda í FSU „Sonur minn var í á leiðinni í leikfimitíma þegar bíll stöðvar fyrir framan hann og kona dregur fram byssu og öskrar á hann bamm, bamm,“ segir faðir átján ára nemanda við Fjölbrautaskóla Suðurlands í samtali við Vísi í morgun. Atvikið átti sér stað um klukkan hálf tíu í morgun. „Hún miðaði byssunni að stráknum sem hljóp strax í burtu og faldi sig inni í runna.“ Maðurinn sagði þá að umsátursástands væri fyrir utan blokk konunnar við Ástjörn á Selfossi. Hún hafi áður komið við sögu hjá lögreglu en síðasta sumar mun hún hafa otað hnífi að fólki á Selfossi.Ástjörn 9 á Selfossi.mynd/skjáskot af ja.is„Lögreglan brást mjög vel við og ræddi við drenginn minn í dágóða stund. Hann ákvað síðar að fara aftur í skólann, þrátt fyrir að vera nokkuð skelkaður.“Með viðbúnað inni í blokkinni Íbúi í blokkinni sagði í samtali við Vísi rétt áður en að konan var handtekin að lögregluþjónar væru á stigaganginum í húsinu og fyrir utan. „Þeir eru tveir einkennisklæddir lögregluþjónar á stigaganginum og bíll niðri á stæði og sjúkrabíll úti á horni,“ sagði Jack Hrafnkell Daníelsson í samtali við Vísi. „Þeir standa bara hérna uppi í tröppunum.“Ert þú með upplýsingar? Hafðu samband í síma 5125100 eða sendu póst á ritstjorn@visir.isHér má sjá blokkina sem konan býr í.vísir/böddiVísirLögreglan var umtalsverðan tíma á svæðinu.vísirSérsveitin að störfum.vísirPost by Lögreglan á Suðurlandi.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira