Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. mars 2015 20:51 Ahmad Seddeq, trúarleiðtogi Menningarseturs múslima á Íslandi. „Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Ahmad Seddeq trúarleiðtogi Menningarseturs múslima á Íslandi varðandi hundrað milljóna gjöf Sádi Arabíu til þess að styðja við byggingu mosku á Íslandi. Vísir greindi frá því í dag að sendiherra Sádi Arabíu hefði tilkynnt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, frá því að Sádi Arabía styðji byggingu mosku á Íslandi og hyggist leggja til byggingarinnar um 135 milljónir íslenskra króna. „Við erum ekki að byggja mosku enda var landið gefið Félagi múslima á Íslandi.“ Ahmad segist hafa heyrt af stuðningi Sádi Arabíu í gegnum fréttirnar og að Menningarsetri múslima hafi aldrei verið boðin slík gjöf. Seddeq segist ekki vita hver sýndi nýjum sendiherra Sádi Arabíu lóðina þar sem moskan mun rísa en sagt var frá því á vefsíðu Forseta Íslands í dag að sendiherrann hefði skoðað lóðina. Á Íslandi eru starfrækt tvö félög múslima svo vitað sé, annars vegar Menningarsetur múslima og hins vegar Félag múslima á Íslandi. Fyrra félagið hefur verið harðlega gagnrýnt af því seinna en Salmann Tamimi, trúarleiðtogi Félags múslima á Íslandi, sagðist hafa rekið þá sem í forsvari eru fyrir Menningarsetrið úr sínu félagi sökum öfgakenndra hugsana og ofstækis. Menningarsetur múslima hefur aðsetur í Ýmishúsi en kaup á því voru fjármögnuð af einstaklingum frá Sádi Arabíu á sínum tíma. Salmann hafði heldur ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu til moskubyggingarinnar áður en Vísir hafði við hann samband. Fyrr í kvöld sagði hann félagið aldrei myndu taka við slíkri gjöf frá ríkisstjórn sem bryti á mannréttindum þegna sinna. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Þessi peningur er ekki ætlaður okkur,“ sagði Ahmad Seddeq trúarleiðtogi Menningarseturs múslima á Íslandi varðandi hundrað milljóna gjöf Sádi Arabíu til þess að styðja við byggingu mosku á Íslandi. Vísir greindi frá því í dag að sendiherra Sádi Arabíu hefði tilkynnt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, frá því að Sádi Arabía styðji byggingu mosku á Íslandi og hyggist leggja til byggingarinnar um 135 milljónir íslenskra króna. „Við erum ekki að byggja mosku enda var landið gefið Félagi múslima á Íslandi.“ Ahmad segist hafa heyrt af stuðningi Sádi Arabíu í gegnum fréttirnar og að Menningarsetri múslima hafi aldrei verið boðin slík gjöf. Seddeq segist ekki vita hver sýndi nýjum sendiherra Sádi Arabíu lóðina þar sem moskan mun rísa en sagt var frá því á vefsíðu Forseta Íslands í dag að sendiherrann hefði skoðað lóðina. Á Íslandi eru starfrækt tvö félög múslima svo vitað sé, annars vegar Menningarsetur múslima og hins vegar Félag múslima á Íslandi. Fyrra félagið hefur verið harðlega gagnrýnt af því seinna en Salmann Tamimi, trúarleiðtogi Félags múslima á Íslandi, sagðist hafa rekið þá sem í forsvari eru fyrir Menningarsetrið úr sínu félagi sökum öfgakenndra hugsana og ofstækis. Menningarsetur múslima hefur aðsetur í Ýmishúsi en kaup á því voru fjármögnuð af einstaklingum frá Sádi Arabíu á sínum tíma. Salmann hafði heldur ekki heyrt af stuðningi Sádi Arabíu til moskubyggingarinnar áður en Vísir hafði við hann samband. Fyrr í kvöld sagði hann félagið aldrei myndu taka við slíkri gjöf frá ríkisstjórn sem bryti á mannréttindum þegna sinna.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira