Tveggja ári fangelsi fyrir nauðgun: Sagði að frásögn konunnar væri „hrein ímyndun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2015 11:38 Héraðsdómur taldi framburð konunnar einkar trúverðugan, öfugt við framburð mannsins sem braut á henni. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 35 ára gamlan karlmann í 2 ára fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað í ágúst árið 2013 í herbergi konunnar en hún og maðurinn bjuggu í sömu íbúð. Konan er bandarískur ríkisborgari og hafði komið til landsins tveimur dögum áður en maðurinn braut á henni. Hann var í nokkurs konar forsvari fyrir leigusala íbúðarinnar og sýndi henni til dæmis herbergið sem hún flutti síðar í. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa farið óboðinn inn í herbergi konunnar þar sem hún lá í rúmi sínu. Lagðist hann nakinn upp í til hennar og strauk konunni, bæði innan og utan klæða um handleggi, bak, brjóst, læri og rass.Bað manninn ítrekað um að fara Þá á maðurinn einnig að hafa lagst ofan á konuna, sem lá á maganum, „og viðhaft samræðishreyfingar þannig að stinnur getnaðarlimur ákærða hafi strokist við rass brotaþola,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Telur dómurinn að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að veita honum fullnægingu en háttsemin fellur undir skilgreiningu nauðgunar samkvæmt lögum. Konan náði á endanum að losa sig og komast út úr herberginu. Í gögnum málsins eru skilaboð sem konan sendi vini sínum á Facebook skömmu eftir að maðurinn braut á henni. Þar greinir konan frá því að hún hafi ítrekað beðið manninn um að fara út úr herberginu en hann hafi ekki orðið við bón hennar. Hún viti ekki hvað hún eigi að gera og í sambærilegum skilaboðum sem hún sendi fleiri vinum sínum segist hún vera hrædd og biður um hjálp.Framburður mannsins „haldinn miklu óraunveruleikablæ“ Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði sögu brotaþola „hreina ímyndun.“ Hún hafi hins vegar sent honum skilaboð með því að daðra við hann, skilja eftir bleika rakvél á baðherberginu og vera fáklædd í íbúðinni. Þá sagði hann konuna jafnframt að hafa vakið athygli á sér með því að opna og loka hurð og hún hafi í raun verið að stríða honum og athuga vald sitt yfir honum. Fram kom í máli konunnar að hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því að maðurinn byggi líka í íbúðinni. Því hafi hún verið léttklædd í íbúðinni og beðið manninn afsökunar á því. Að mati dómsins er frásögn konunnar „einkar trúverðug“ en framburður mannsins „haldinn miklum óraunveruleikablæ og fær skynjun hans á aðstæðum á engan hátt staðist.“ Maðurinn var því sakfelldur og dæmdur til að greiða konunni 1 milljón króna í skaðabætur. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 35 ára gamlan karlmann í 2 ára fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað í ágúst árið 2013 í herbergi konunnar en hún og maðurinn bjuggu í sömu íbúð. Konan er bandarískur ríkisborgari og hafði komið til landsins tveimur dögum áður en maðurinn braut á henni. Hann var í nokkurs konar forsvari fyrir leigusala íbúðarinnar og sýndi henni til dæmis herbergið sem hún flutti síðar í. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa farið óboðinn inn í herbergi konunnar þar sem hún lá í rúmi sínu. Lagðist hann nakinn upp í til hennar og strauk konunni, bæði innan og utan klæða um handleggi, bak, brjóst, læri og rass.Bað manninn ítrekað um að fara Þá á maðurinn einnig að hafa lagst ofan á konuna, sem lá á maganum, „og viðhaft samræðishreyfingar þannig að stinnur getnaðarlimur ákærða hafi strokist við rass brotaþola,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Telur dómurinn að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að veita honum fullnægingu en háttsemin fellur undir skilgreiningu nauðgunar samkvæmt lögum. Konan náði á endanum að losa sig og komast út úr herberginu. Í gögnum málsins eru skilaboð sem konan sendi vini sínum á Facebook skömmu eftir að maðurinn braut á henni. Þar greinir konan frá því að hún hafi ítrekað beðið manninn um að fara út úr herberginu en hann hafi ekki orðið við bón hennar. Hún viti ekki hvað hún eigi að gera og í sambærilegum skilaboðum sem hún sendi fleiri vinum sínum segist hún vera hrædd og biður um hjálp.Framburður mannsins „haldinn miklu óraunveruleikablæ“ Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði sögu brotaþola „hreina ímyndun.“ Hún hafi hins vegar sent honum skilaboð með því að daðra við hann, skilja eftir bleika rakvél á baðherberginu og vera fáklædd í íbúðinni. Þá sagði hann konuna jafnframt að hafa vakið athygli á sér með því að opna og loka hurð og hún hafi í raun verið að stríða honum og athuga vald sitt yfir honum. Fram kom í máli konunnar að hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því að maðurinn byggi líka í íbúðinni. Því hafi hún verið léttklædd í íbúðinni og beðið manninn afsökunar á því. Að mati dómsins er frásögn konunnar „einkar trúverðug“ en framburður mannsins „haldinn miklum óraunveruleikablæ og fær skynjun hans á aðstæðum á engan hátt staðist.“ Maðurinn var því sakfelldur og dæmdur til að greiða konunni 1 milljón króna í skaðabætur. Dóminn í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira