Tveggja ári fangelsi fyrir nauðgun: Sagði að frásögn konunnar væri „hrein ímyndun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2015 11:38 Héraðsdómur taldi framburð konunnar einkar trúverðugan, öfugt við framburð mannsins sem braut á henni. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 35 ára gamlan karlmann í 2 ára fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað í ágúst árið 2013 í herbergi konunnar en hún og maðurinn bjuggu í sömu íbúð. Konan er bandarískur ríkisborgari og hafði komið til landsins tveimur dögum áður en maðurinn braut á henni. Hann var í nokkurs konar forsvari fyrir leigusala íbúðarinnar og sýndi henni til dæmis herbergið sem hún flutti síðar í. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa farið óboðinn inn í herbergi konunnar þar sem hún lá í rúmi sínu. Lagðist hann nakinn upp í til hennar og strauk konunni, bæði innan og utan klæða um handleggi, bak, brjóst, læri og rass.Bað manninn ítrekað um að fara Þá á maðurinn einnig að hafa lagst ofan á konuna, sem lá á maganum, „og viðhaft samræðishreyfingar þannig að stinnur getnaðarlimur ákærða hafi strokist við rass brotaþola,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Telur dómurinn að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að veita honum fullnægingu en háttsemin fellur undir skilgreiningu nauðgunar samkvæmt lögum. Konan náði á endanum að losa sig og komast út úr herberginu. Í gögnum málsins eru skilaboð sem konan sendi vini sínum á Facebook skömmu eftir að maðurinn braut á henni. Þar greinir konan frá því að hún hafi ítrekað beðið manninn um að fara út úr herberginu en hann hafi ekki orðið við bón hennar. Hún viti ekki hvað hún eigi að gera og í sambærilegum skilaboðum sem hún sendi fleiri vinum sínum segist hún vera hrædd og biður um hjálp.Framburður mannsins „haldinn miklu óraunveruleikablæ“ Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði sögu brotaþola „hreina ímyndun.“ Hún hafi hins vegar sent honum skilaboð með því að daðra við hann, skilja eftir bleika rakvél á baðherberginu og vera fáklædd í íbúðinni. Þá sagði hann konuna jafnframt að hafa vakið athygli á sér með því að opna og loka hurð og hún hafi í raun verið að stríða honum og athuga vald sitt yfir honum. Fram kom í máli konunnar að hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því að maðurinn byggi líka í íbúðinni. Því hafi hún verið léttklædd í íbúðinni og beðið manninn afsökunar á því. Að mati dómsins er frásögn konunnar „einkar trúverðug“ en framburður mannsins „haldinn miklum óraunveruleikablæ og fær skynjun hans á aðstæðum á engan hátt staðist.“ Maðurinn var því sakfelldur og dæmdur til að greiða konunni 1 milljón króna í skaðabætur. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 35 ára gamlan karlmann í 2 ára fangelsi fyrir nauðgun. Brotið átti sér stað í ágúst árið 2013 í herbergi konunnar en hún og maðurinn bjuggu í sömu íbúð. Konan er bandarískur ríkisborgari og hafði komið til landsins tveimur dögum áður en maðurinn braut á henni. Hann var í nokkurs konar forsvari fyrir leigusala íbúðarinnar og sýndi henni til dæmis herbergið sem hún flutti síðar í. Maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa farið óboðinn inn í herbergi konunnar þar sem hún lá í rúmi sínu. Lagðist hann nakinn upp í til hennar og strauk konunni, bæði innan og utan klæða um handleggi, bak, brjóst, læri og rass.Bað manninn ítrekað um að fara Þá á maðurinn einnig að hafa lagst ofan á konuna, sem lá á maganum, „og viðhaft samræðishreyfingar þannig að stinnur getnaðarlimur ákærða hafi strokist við rass brotaþola,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Telur dómurinn að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að veita honum fullnægingu en háttsemin fellur undir skilgreiningu nauðgunar samkvæmt lögum. Konan náði á endanum að losa sig og komast út úr herberginu. Í gögnum málsins eru skilaboð sem konan sendi vini sínum á Facebook skömmu eftir að maðurinn braut á henni. Þar greinir konan frá því að hún hafi ítrekað beðið manninn um að fara út úr herberginu en hann hafi ekki orðið við bón hennar. Hún viti ekki hvað hún eigi að gera og í sambærilegum skilaboðum sem hún sendi fleiri vinum sínum segist hún vera hrædd og biður um hjálp.Framburður mannsins „haldinn miklu óraunveruleikablæ“ Maðurinn neitaði sök í málinu og sagði sögu brotaþola „hreina ímyndun.“ Hún hafi hins vegar sent honum skilaboð með því að daðra við hann, skilja eftir bleika rakvél á baðherberginu og vera fáklædd í íbúðinni. Þá sagði hann konuna jafnframt að hafa vakið athygli á sér með því að opna og loka hurð og hún hafi í raun verið að stríða honum og athuga vald sitt yfir honum. Fram kom í máli konunnar að hún hafi í fyrstu ekki áttað sig á því að maðurinn byggi líka í íbúðinni. Því hafi hún verið léttklædd í íbúðinni og beðið manninn afsökunar á því. Að mati dómsins er frásögn konunnar „einkar trúverðug“ en framburður mannsins „haldinn miklum óraunveruleikablæ og fær skynjun hans á aðstæðum á engan hátt staðist.“ Maðurinn var því sakfelldur og dæmdur til að greiða konunni 1 milljón króna í skaðabætur. Dóminn í heild sinni má sjá hér.
Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira