Innlent

Hreiðar Már hefur hafið afplánun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson er kominn inn.
Hreiðar Már Sigurðsson er kominn inn. vísir
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur hafið afplánun. Samkvæmt upplýsingum Vísis situr hann nú inni í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. 

Hæstiréttur kvað upp dóm í Al-Thani málinu í febrúar og var þá fimm og hálfs árs fangelsisdómur yfir Hreiðari Má staðfestur. Dómur yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr fimm árum í 4 ár. 

Sjá einnig: Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur

Dómur yfir Ólafi Ólafssyni var þyngdur úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár og þá var dómur yfir Magnúsi Guðmundssyni þyngdur úr þremur árum í fjögur og hálft ár.

Ólafur Ólafsson, fyrrum hluthafi í Kaupþingi, hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í sama máli en hann er kominn inn á Kvíabryggju.

Sjá einnig: Ólafur Ólafsson kominn á Kvíabryggju

Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í héraði í desember 2013 og voru dómarnir þar yfir Hreiðari og Sigurði þeir þyngstu sem fallið hafa í efnahagsbrotamáli hér á landi. Var Hreiðar dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í héraði og Sigurður í fimm ára fangelsi.


Tengdar fréttir

Glórulaust Kaupþingslán

Ritstjóri Morgunblaðsins upplýsti í Reykjavíkurbréfi helgarinnar um að það hafi ekki verið ákvörðun hans að lána Kaupþingi rúman helming gjaldeyrisforða Seðlabankans 6. október 2008 heldur hafi það verið vilji ríkisstjórnar Geirs H. Haarde að lána Kaupþingi.

Hver er þessi Al Thani?

Fréttablaðið kannar sögu og bakgrunn sjeik Mohammed bin Khalifa Al Thani, þessa auðuga huldumanns sem komst í kynni við stjórnendur Kaupþings í gegnum vináttu við Ólaf Ólafsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×