Innlent

Stormur og snjókoma á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir/Anton
Veðurstofa Íslands hefur varað við stormi, meðavindhraði verður yfir 20 metra á sekúndu, á landinu síðdegis á morgun. Samkvæmt veðuryfirliti Veðurstofunnar er 970 millibara lægð 350 kílómetra suður af Ammassalik á Grænlandi sem hreyfist lítið og grynnist smám saman. 500 kílómetra vestur af Írlandi er 975 millibara lægð sem fer norðaustur. Við Nýfundnaland er lægð í myndun en hún hreyfist hratt norður í dag.Því er búist við vaxandi suðaustanátt á morgun, 18 -25 metrum á sekúndu síðdegis, hvassast á Kjalarnesi, og snjókomu, slyddu eða rigningu. Talsverð úrkoma verður á sunnanverðu landinu en Veðurstofan gerir ráð fyrir hlýndnandi veðri.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á miðvikudag:

Suðlæg eða breytileg átt, víða 5-10 m/s. Él víða um land, en samfelld snjókoma eða slydda austast fram eftir degi. Frost 0 til 5 stig, en kringum frostmark með A-ströndinni.Á fimmtudag:

Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og snjókoma eða slydda sunnantil en úrkomulítið norðan heiða. Vaxandi SA-átt síðdegis, 15-20 m/s og talsverð rigning eða slydda um kvöldið einkum SA-til. Hiti um frostmark, en 0 til 4 stig syðst.Á föstudag:

Suðlæg átt og lítilsháttar snjókoma norðantil fyrir hádegi en gengur í suðaustan storm seinnipartinn með rigningu, einkum S- og V-lands og hlýnar.Á laugardag:

Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu, einkum um landið S-vert. Hiti 2 til 8 stig.Á sunnudag:

Fremur hvöss sunnanátt, rigning og hlýnandi en úrkomulítið NA-til.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.