Lífið

Game Tíví: Hvor er ljótari?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Óli skapaði konu meðan Sverrir skapaði karl,
Óli skapaði konu meðan Sverrir skapaði karl,
Game Tíví bræður, Ólafur Þór Jóelsson og Sverrir Bergmann, snúa aftur hér á Vísi. Þeir munu koma til með að vera með nýtt og ferskt efni úr tölvuleikjaheiminum í viku hverri fram á sumar. Í fyrsta þættinum keppa þeir um það sín á milli hvort getur skapað ljótari persónu.

Í tölvuleiknum Dragon Age Inquisition er mjög fullkomið kerfi til að búa til sínar eigin persónur. Svessi og Óli ákváðu að láta reyna á hversu sveigjanlegt þetta kerfi er og ákváðu að henda í keppni. Sigurvegarinn yrði sá sem gæti gert ljótari kvikindi í leiknum.

Sverrir telur sig hafa gott forskot í keppninni þar sem hann er búinn að vera lengi í kringum Óla og hefur þar með góða fyrirmynd af sýnu kvikindi, en Óli fer hinsvegar út á ystu nöf og valdi sér að búa til eins ljóta konu og hann mögulega gat.

En hvor þeirra hefur vinninginn?






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×