Innlent

Ofsaveður á Suðurlandi í nótt og á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Vindaspá fyrir hádegið á morgun. Rauðir og gulbrúnir litir tákna hættulegasta vindinn.
Vindaspá fyrir hádegið á morgun. Rauðir og gulbrúnir litir tákna hættulegasta vindinn. Mynd/Veðurstofa
Búist er við stormi á landinu í nótt og á morgun og ofsaveðri syðst. Samkvæmt spá Veðurstofu má gera ráð fyrir að hviður við fjöll sunnan- og suðvestanlands geti farið yfir fjörutíu metra á sekúndu í nótt og á morgun.

Versta veðrið verður á Suðurlandi, hár vindstyrkur ásamt snjókomu og skafrenningi. Þetta þýðir að skyggni verður lítið sem ekkert og ekkert ferðaveður.

Úrkomuminna verður í öðrum landshlutum en þó verður vindstyrkur þar nægur til að hreyfa lausan snjó sem fyrir er og mynda kóf.

Á mánudag er svo útlit fyrir hvassa norðanátt og ekki er útlit fyrir að lægi að gagni á landinu fyrr en á þriðjudag. Nánari upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×