Innlent

Vissu hvað þeir voru að kalla yfir fólk

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Magnús Jóel Jónsson segist hafa upplifað þær hremmingar hjá ferðaþjónustu fyrir fatlaða, í Hafnarfirði sem Reykvíkingar í sömu stöðu gangi nú í gegnum. Magnús flutti til Hafnarfjarðar árið 2008.

Sigríður Magnúsdóttir, móðir hans segir réttindagæslumann fatlaðra hafa sagt sér þegar hún kvartaði, fyrir tveimur árum, að ástandið yrði jafnvel enn verra, ef eitthvað þegar reksturinn yrði færður í sama horf í Reykjavík. Yfirvöld hafi því vitað vel hvað stæði til og hvað væri verið að kalla yfir fólk.

Fyrir einu og hálfu ári, varð Magnús fyrir óskemmtilegri reynslu þegar hann var á heimleið úr Háskólanum í Reykjavík. Bílstjórinn tók krappa beygju frá Listabraut yfir á Kringlumýrarbraut og við það valt hjólastóllinn á hliðna. Hann bað bílstjórann að hringja í neyðarlínuna en í stað þess tók hann ákvörðun um að keyra um 20 mínútna leið í Garðabæ meðan hann lá marinn og lemstraður á skítugu bílgólfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×