Innlent

Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði lokað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Búið er að loka Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum. Þá er lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík.  

Ofsaveður er nú suðaustanlands og syðst með snjókomu eða skafrenningi og engu skyggni. Þó úrkomuminna sé í öðrum landshlutum er vindstyrkur þar nægur til að hreyfa lausan snjó sem fyrir er og mynda skafrenning sem tefur ferðalög eða jafnvel hamlar þeim. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Á morgun er útlit fyrir stífa norðanátt, en búist er við mun hægari vindi á þriðjudag.

Uppfært 19.45: Sandskeiði og Þrengsli hafa verið opnuð á ný. Hellisheiði er enn lokuð og sömuleiðis er enn lokað er fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík og frá Skaftafelli að Kvískerjum.



Færð og aðstæður:

Óveður er á Kjalarnesi og Hvalfirði. Snjóþekja og skafrenningur er á Reykjanesbraut og Suðurnesjum. Hálkublettir og stórhríð er á Suðurstrandarvegi frá Festarfjalli að Krísuvíkurafleggjara. Krísuvíkurvegur er ófær. Hálkublettir og skafrenningur er á Lyngdalsheiði og hálka og skafrenningur er á Mosfellsheiði. Hálkublettir eru á nokkrum köflum á Suðurlandi, einkum í uppsveitum.

Hálka eða hálkublettir og skafrenningur er allvíða á Vesturlandi. Óveður hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiðinni. Snjóþekja er á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er víðast hálka eða snjóþekja og skafrenningur. Þungfært og skafrenningur er á Hálfdáni og Mikladal. Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Norðurlandi. Óveður er á Víkurskarði og snjóþekja. Óveður í austanverðum Eyjarfirðinum. Óveður er á Vatnsskarði og Gauksmýri með hálku og skafrenningi.

Á Norðurlandi eystra og Austfjörðum er hálka á flestum vegum og eitthvað um hálkubletti. Þæfingsfærð er á Hólasandi og Vatnsskarði eystra. Þungfært og óveður er á Hófaskarði og Hálsum.

Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en mikið hvassviðri. Óveður er nánast frá Hellu og austur í Öræfasveit. Ófært og Stórhríð á Reynisfjalli. Ófært og óveður við Freysnes og Kvísker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×