„Þetta var alveg fáránleg sena“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2015 12:13 Hjálmar virðist búa sig undir flugtak á myndinni sem Áslaug kona hans tók í hvassviðrinu á Heimaey í gær. Mynd/Áslaug María Friðriksdóttir Hjálmar Edwardsson skellti sér til Vestmannaeyja ásamt eiginkonu sinni og börnum í vetrarfríinu sem var í grunnskólum fyrir helgi. Þegar hann vaknaði í dag var hann á forsíðu Fréttablaðsins. „Þetta var alveg fáránleg sena. Alveg út í hött,“ segir Hjálmar sem varð veðurtepptur í Eyjum í gær sökum mikils hvassviðris. Hjálmar var á rúnti um Eyjuna fögru í gær með eiginkonu sinni, borgarfulltrúanum Áslaugu Maríu Friðriksdóttur, þegar þau keyrðu fram á fjúkandi ruslatunnu. „Ég ætlaði að kíkja á þessa tunnu og sjá hvort ég gæti gert eitthvað,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hundi hafi ekki verið út sigandi. Lítið var hægt að gera en Áslaug náði myndinni frábæru úr bíl sínum þar sem Hjálmar reynir að komast aftur í bílinn.Ljósmyndarinn Áslaug María Friðriksdóttir.Mynd/XD.is„Það var bara kolbilað veður,“ segir Hjálmar. Hann telur að líklega hafi hann aðeins lent í viðlíka hvassvirði undir Eyjafjöllum. „Þetta var bara fellibylaveður!“ Fjölskyldan hélt frá Eyjum í morgun með Herjólfi og segir Hjálmar að þá hafi veðrið verið allt annað en í gær. „Það var bara bongóblíða,“ segir hann. En vissi Hjálmar að hann yrði á forsíðu mest lesna dagblaðs Íslands þegar hann vaknaði? „Nei, ég hafði ekki hugmynd. Það var búið að biðja um leyfi til að nota hana á vefnum en það er ennþá betra að fá hana á forsíðuna,“ segir Hjálmar hlæjandi. Veður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Hjálmar Edwardsson skellti sér til Vestmannaeyja ásamt eiginkonu sinni og börnum í vetrarfríinu sem var í grunnskólum fyrir helgi. Þegar hann vaknaði í dag var hann á forsíðu Fréttablaðsins. „Þetta var alveg fáránleg sena. Alveg út í hött,“ segir Hjálmar sem varð veðurtepptur í Eyjum í gær sökum mikils hvassviðris. Hjálmar var á rúnti um Eyjuna fögru í gær með eiginkonu sinni, borgarfulltrúanum Áslaugu Maríu Friðriksdóttur, þegar þau keyrðu fram á fjúkandi ruslatunnu. „Ég ætlaði að kíkja á þessa tunnu og sjá hvort ég gæti gert eitthvað,“ segir Hjálmar hlæjandi. Hundi hafi ekki verið út sigandi. Lítið var hægt að gera en Áslaug náði myndinni frábæru úr bíl sínum þar sem Hjálmar reynir að komast aftur í bílinn.Ljósmyndarinn Áslaug María Friðriksdóttir.Mynd/XD.is„Það var bara kolbilað veður,“ segir Hjálmar. Hann telur að líklega hafi hann aðeins lent í viðlíka hvassvirði undir Eyjafjöllum. „Þetta var bara fellibylaveður!“ Fjölskyldan hélt frá Eyjum í morgun með Herjólfi og segir Hjálmar að þá hafi veðrið verið allt annað en í gær. „Það var bara bongóblíða,“ segir hann. En vissi Hjálmar að hann yrði á forsíðu mest lesna dagblaðs Íslands þegar hann vaknaði? „Nei, ég hafði ekki hugmynd. Það var búið að biðja um leyfi til að nota hana á vefnum en það er ennþá betra að fá hana á forsíðuna,“ segir Hjálmar hlæjandi.
Veður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira