Ekkert nautakjöt í nautaböku: Óhapp ekki útilokað fyrir dómi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 15:10 Málið kom upp í byrjun árs 2013 en þá fannst ekkert nautakjöt í nautböku frá Gæðakokkum þrátt fyrir merkingar um annað. Vísir/Stefán Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. Eins og frægt varð kom fram á umbúðunum að nautakjöt væri í bökunum en svo reyndist ekki vera. Er fyrirtækið sýknað vegna annmarka á rannsókn málsins, eins og segir í dómnum, þar sem aðeins ein baka var rannsökuð af Matís. Þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka að um óhapp hafi verið að ræða af hálfu matvælaframleiðandans. Það hefði því verið eðlilegt af hálfu ákæruvaldsins „að hlutast til um frekari rannsókn málsins með töku og rannsókn fleiri sýna, þar sem ákæruvaldinu ber að sanna að ekki hafi verið um óhappatilvik að ræða.“ Jón Haukur Hauksson, sækjandi í málinu, segist ekki telja að þessi dómur veiti matvælaframleiðendum eitthvað svigrúm þegar kemur að innihaldslýsingum. „Þetta er mjög afmarkað og sérstakt mál svo ég held að þetta breyti engu um annað,“ segir Jón Haukur í samtali við Vísi. Aðspurður hvort tekin hafi verið ákvörðun um að áfrýja málinu segir hann svo ekki vera. Tengdar fréttir Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 28. nóvember 2014 14:32 Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Fyrirtækið Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., var á föstudaginn sýknað í Héraðsdómi Vesturlands af ákæru fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. Eins og frægt varð kom fram á umbúðunum að nautakjöt væri í bökunum en svo reyndist ekki vera. Er fyrirtækið sýknað vegna annmarka á rannsókn málsins, eins og segir í dómnum, þar sem aðeins ein baka var rannsökuð af Matís. Þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka að um óhapp hafi verið að ræða af hálfu matvælaframleiðandans. Það hefði því verið eðlilegt af hálfu ákæruvaldsins „að hlutast til um frekari rannsókn málsins með töku og rannsókn fleiri sýna, þar sem ákæruvaldinu ber að sanna að ekki hafi verið um óhappatilvik að ræða.“ Jón Haukur Hauksson, sækjandi í málinu, segist ekki telja að þessi dómur veiti matvælaframleiðendum eitthvað svigrúm þegar kemur að innihaldslýsingum. „Þetta er mjög afmarkað og sérstakt mál svo ég held að þetta breyti engu um annað,“ segir Jón Haukur í samtali við Vísi. Aðspurður hvort tekin hafi verið ákvörðun um að áfrýja málinu segir hann svo ekki vera.
Tengdar fréttir Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 28. nóvember 2014 14:32 Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59 Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Ákærðir fyrir að blekkja neytendur Lögreglustjórinn í Borgarnesi hefur ákært Kræsingar ehf., áður Gæðakokkar ehf., fyrir að hafa framleitt nautabökur með röngum upplýsingum á vöruumbúðum. 28. nóvember 2014 14:32
Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. 28. febrúar 2013 12:59
Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. 27. febrúar 2013 12:47
Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46
Gæðakokkar skipta um nafn Fyrirtækið heitir nú Kræsingar ehf. og vakti mikla athygli í fyrra fyrir kjötlausa kjötrétti. 3. janúar 2014 14:33