Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 12:59 Mynd / Stefán Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. Greint var í gær frá nýrri rannsókn Matvælastofnunar sem sýndi að tvær vörur frá Gæðakokkum, sem sagðar voru innihalda nautakjöt, gerðu það ekki. Eigandi fyrirtækisins segir að honum hafi láðst að breyta innihaldslýsingu á umbúðum annarrar vörunnar, lambahakkbollum, eftir að uppskrift var breytt en hins vegar hafi hann enga skýringu á vitlausri merkingu hinnar vörunnar, nautabökum. Helgi Helgason framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Vesturlands, heimsótti fyrirtækið í gær og fór yfir málin. Hann segir að nautabökurnar séu framleiddar hálfsmánaðarlega og að matvaran, sem matvælastofnun tók sýni úr, hafi verið framleidd í byrjun desember. Helgi fékk að bragða á nýrri framleiðslu og segir að kjöt hafi verið þar að finna. Eigandi Gæðakokka fékk ekki að vita um niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar fyrr en í gærmorgun svo að hann hafði ekki færi á að bæta kjöti í bökurnar fyrir heimsókn eftirlitsins að sögn Helga. Hins vegar segir hann það ljóst að fyrirtækið hafi blekkt neytendur og þannig brotið matvælalög. Eftirlitið getur nú gert þrennt: Veitt fyrirtækinu áminningu, kært eða afturkallað starfsleyfi þess. Eftirlitið ásamt stjórnarmönnum í heilbrigðisnefnd Vesturlands tekur í dag ákvörðun þess efnis en Helgi segist sjálfur ætla að leggja til að fyrirtækið verði kært fyrir brot á matvælalögum. Helgi segir jafnframt að nú verði vel fylgst með fyrirtækinu og þess krafist að það taki upp nýja verkferla. Tengdar fréttir Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13 Vill beita matvælaframleiðendur háum fjársektum "Það var engin vara í samræmi við innihaldslýsingu, og það eitt og sér, er grafalvarlegt mál," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöður sýnatöku matvælastofnunar þar sem sextán matvörutegundir voru rannsakaðar. 27. febrúar 2013 15:54 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. Greint var í gær frá nýrri rannsókn Matvælastofnunar sem sýndi að tvær vörur frá Gæðakokkum, sem sagðar voru innihalda nautakjöt, gerðu það ekki. Eigandi fyrirtækisins segir að honum hafi láðst að breyta innihaldslýsingu á umbúðum annarrar vörunnar, lambahakkbollum, eftir að uppskrift var breytt en hins vegar hafi hann enga skýringu á vitlausri merkingu hinnar vörunnar, nautabökum. Helgi Helgason framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Vesturlands, heimsótti fyrirtækið í gær og fór yfir málin. Hann segir að nautabökurnar séu framleiddar hálfsmánaðarlega og að matvaran, sem matvælastofnun tók sýni úr, hafi verið framleidd í byrjun desember. Helgi fékk að bragða á nýrri framleiðslu og segir að kjöt hafi verið þar að finna. Eigandi Gæðakokka fékk ekki að vita um niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar fyrr en í gærmorgun svo að hann hafði ekki færi á að bæta kjöti í bökurnar fyrir heimsókn eftirlitsins að sögn Helga. Hins vegar segir hann það ljóst að fyrirtækið hafi blekkt neytendur og þannig brotið matvælalög. Eftirlitið getur nú gert þrennt: Veitt fyrirtækinu áminningu, kært eða afturkallað starfsleyfi þess. Eftirlitið ásamt stjórnarmönnum í heilbrigðisnefnd Vesturlands tekur í dag ákvörðun þess efnis en Helgi segist sjálfur ætla að leggja til að fyrirtækið verði kært fyrir brot á matvælalögum. Helgi segir jafnframt að nú verði vel fylgst með fyrirtækinu og þess krafist að það taki upp nýja verkferla.
Tengdar fréttir Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13 Vill beita matvælaframleiðendur háum fjársektum "Það var engin vara í samræmi við innihaldslýsingu, og það eitt og sér, er grafalvarlegt mál," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöður sýnatöku matvælastofnunar þar sem sextán matvörutegundir voru rannsakaðar. 27. febrúar 2013 15:54 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13
Vill beita matvælaframleiðendur háum fjársektum "Það var engin vara í samræmi við innihaldslýsingu, og það eitt og sér, er grafalvarlegt mál," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöður sýnatöku matvælastofnunar þar sem sextán matvörutegundir voru rannsakaðar. 27. febrúar 2013 15:54
Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46