Innlent

Ófært og óveður á Öxnadalsheiði

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/ingó herbertsson
Hálka, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur er á Norðurlandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hálka og skafrenningur er á Þverárfjalli en snjóþekja og skafrenningur á Vatnsskarði. Snjóþekja og snjókoma er á Siglufjarðarleið en ófært og óveður er á Öxnadalsheiði. Snjóþekja og hvassviðri er á Víkurskarði og Ljósavatnsskarði.

Hálka og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum en hálka og skafrenningur á Sandskeiði og á Mosfellsheiði. Snjóþekja er víða í uppsveitum. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut.

Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir og él. Snjóþekja og stórhríð er á Holtavörðuheiði en ófært á Bröttubrekku. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Svínadal.

Á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en þæfingsfærð, skafrenningur eða stórhríð á öðrum fjallvegum. Þæfingsfærð er í Súgandafirði en unnið að mokstri. Ófært og stórhríð er á Innstrandavegi.

Á Austurlandi er víða greiðfært en þó eru enn hálkublettir á stöku stað. Mikið hvassviðri er við Hvalnes.

Hálkublettir eru austan við Vík og hálka austan við Kirkjubæjarklaustur. Mikið hvassviðri er við Vík.

Horfur á landinu næsta sólahring: Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur, en þurrt A-lands. Hægari vindur seint í dag. Kólnandi veður, frost víða 0 til 7 stig síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×