Innlent

Reiknað með áframhaldandi hvassviðri

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Fremur kröpp lægðarmiðja á Grænlandssundi nálgast norðanverða Vestfirði í kvöld. Því er reiknað með áframhaldandi hvassviðri og stormi af suðvestri. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Þá fylgja dimmari él og meiri snjókoma á Snæfellsnesi, við Breiðafjörð og á Vestfjarðarkjálkanum fram á nótt. Vindur gengur mikið niður vestantil í fyrramálið og dregur jafnframt úr éljum.

Færð og aðstæður

Hálka og skafrenningur er á Sandskeiði, Hellisheiði í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Snjóþekja er víða í uppsveitum. Hálka og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum.

Á Vesturlandi er snjóþekja, hálka, hálkublettir og él. Hálka, snjóþekja og skafrenningur er á fjallvegum. Á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfæra, snjóþekja, skafrenningur eða stórhríð á öðrum fjallvegum.

Hálka, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur er á Norðurlandi. Hálka og skafrenningur er á Þverárfjalli en snjóþekja og skafrenningur á Vatnsskarði. Snjóþekja og snjókoma er á Siglufjarðarleið og mikið hvassviðri en ófært og óveður er á Öxnadalsheiði.

Á Austurlandi er víða greiðfært en þó eru enn hálkublettir á stöku stað. Mikið hvassviðri er við Hvalnes. Hálka og hálkublettir og sums staðar éljagangur er á Suðausturlandi.

Veðurvefur Vísis




Fleiri fréttir

Sjá meira


×