Innlent

Myndband úr Borgartúni: Mögnuð veðrabrigði á þrettán mínútum

Atli Ísleifsson skrifar
Myndbandið var tekið úr húsnæði Reykjavíkurborgar í Borgartúni.
Myndbandið var tekið úr húsnæði Reykjavíkurborgar í Borgartúni.
Jón Ingi Þorvaldsson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar, hefur birt svokallað „timelapse“ myndband, tekið úr fundarherbergi í Borgartúni 12 sem sýnir miklar veðrabreytingar fyrr í dag.

Jón Ingi segist í samtali við Vísi hafa verið á fundi í Borgartúninu þegar hann tók eftir því að veðrið var sérstaklega breytilegt. „Veðrið fór í um fjóra hringi á korteri. Ég stillti því símann þannig að hann tók „timelaps video“ þar til að rafhlaðan dó. Þetta var líklega um þrettán mínútna myndband.“

Sjá má myndbandið að neðan.

Click here for an English version of this story


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×