Innlent

Hálka og snjóþekja víða um land

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/pjetur
Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Snjóþekja er víða í uppsveitum. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vesturlandi er víða snjóþekja og á Holtavörðuheiði er éljagangur. Á Vestfjörðum er víða hálka eða snjóþekja og þæfingsfærð á Þröskuldum. Ekki eru komnar upplýsingar um ástandið á Kleifaheiði.

Hálkublettir eða hálka er víða á Norðurlandi. Mokstur stendur yfir á Öxnadalsheiði en hún er ófær eins og stendur.

Uppfært klukkan 08:55 - Búið er að opna Öxnadalsheiði, þar er víða einbreitt og unnið er að útmokstri.

Á Austurlandi er víða greiðfært en þó eru enn hálkublettir á stöku stað.

Hálka og hálkublettir eru syðst á Suðausturlandi.

Horfur á landinu næsta sólarhringinn: Vestlæg átt, víða 10-15 m/s og él, en úrkomulítið á SA- og A-landi. Hægari vindur A-til á landinu í dag. Frost 1 til 12 stig, kaldast NA-lands. Lægir á morgun, en austan 8-13 við S-ströndina seinni partinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×