Innlent

Kröpp smálægð kemur úr vestri

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkuð kröpp smálægð hefur komið yfir landið úr vestri og hefur hvesst nokkuð á vestanverðu landinu, einkum í Borgarfirði, á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð.
Nokkuð kröpp smálægð hefur komið yfir landið úr vestri og hefur hvesst nokkuð á vestanverðu landinu, einkum í Borgarfirði, á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð. Vísir/Auðunn
Nokkuð kröpp smálægð hefur komið yfir landið úr vestri og hefur hvesst nokkuð á vestanverðu landinu, einkum í Borgarfirði, á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð.

Veðurstofan spáir 15 til 20 metrum á sekúndu, éljum og talsverðu skafrenningskófi þegar ný lausamjöllin fer af stað. „Síðdegis einnig á Ströndum og vestantil á Norðurlandi. Að auki hvessir á Öxnadalsheiði um tíma í kvöld og þar með skafrenningi og blindu.“

Færð og aðstæður

„Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Snjóþekja er víða í uppsveitum. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum.

Á Vesturlandi er víða snjóþekja eða hálka og éljagangur nokkurð víða þó aðalega á Snæfellsnesi. Hálkublettir og skafrenningur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja og skafrenningur á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er víða hálka eða snjóþekja og þó nokkur éljagangur á sunnanverðum Vestfjörðum. Hálka og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði.

Hálkublettir eða hálka er víða á Norðurlandi. Hálkublettir og skafrenningur er á Þverárfjalli en hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði.

Á Austurlandi er víða greiðfært en þó eru enn hálkublettir á stöku stað.

Hálka og hálkublettir eru syðst á Suðausturlandi,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×