Innlent

Viðbúið að einhver skattaskjólsmál séu fyrnd

Höskuldur Kári Schram skrifar
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir viðbúið að einhver mál í skattaskjólsgögnunum, sem standa íslenska ríkinu til boða, séu fyrnd en elstu málin eru fimmtán ára gömul.

Gögnin tengjast eignum Íslendinga í skattaskjólum en um er að ræða 416 mál. Íslenskum stjórnvöldum hefur verið boðið kaupa þessi gögn á 150 milljónir króna.

Elstu gögnin er fimmtán ára gömul eða frá árinu 2000 og því viðbúið að einhver mál séu fyrnd að mati skattrannsóknarstjóra.

„Hluti af þessum gögnum er nokkuð nýlegur en önnur eldri. Þannig að ég ætla það, svona fyrirfram, að hluti af þessu verði fyrndur en annað ekki,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 


Tengdar fréttir

Skattaskjólsgögnin: Tímalína

Svona var atburðarásin sem leiddi að því að ákveðið var að kaupa gögn um eignir Íslendinga í skattaskjólum fyrir 150 milljónir.

Ásakanir um frændhygli: „Rakalaus þvættingur“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er tilbúinn að veita embætti skattrannsóknarstjóra aukafjárheimild svo hægt sé að festa kaup á gögnum um skattaundanskot. Gögnin kosta um 150 milljónir en Bjarni vísar á bug ásökunum um viljaleysi og frændhygli varðandi kaupin og segist hafa verið full óþolinmóður í gagnrýni sinni á skattrannsóknarstjóra.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.