Enski boltinn

Gerrard líklega frá út mánuðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður líklega frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla aftan í læri eftir því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum.

Gerrard meiddist í 3-2 sigri liðsins á Tottenham á þriðjudag en honum var skipt af velli á 68. mínútu leiksins. Gerrard fer í nánari skoðun í dag en líklegt er að hann missi af næstu leikjum Liverpool.

Hann gæti misst af báðum leikjum Liverpool gegn Besiktas í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA en liðið á einnig leiki fram undan gegn Crystal Palace í bikarnum og Southampton í deildinni.

Annar miðjumaður, Lucas Leiva, meiddist um helgina og er því líklegt að Emre Can fái frekari tækifæri á miðjunni hjá Brendan Rodgers, stjóra Liverpool.


Tengdar fréttir

Síðasti nágranaslagur Gerrard í Liverpool

Steven Gerrard tekur þátt í sínum síðasta nágranaslag Liverpool og Everton sem leikmaður Liverpool í dag klukkan 17:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×