Lítt þekktir heima fyrir en tilnefndir til Norrænu tónlistarverðlaunanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2015 11:32 Meðlimir Pink Street Boys mynd/aðsend Hljómsveitin Pink Street Boys var í gær tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir plötu sína Trash From The Boys. Margir hverjir hafa eflaust aldrei heyrt um hljómsveitina og velta vöngum yfir tilnefningunni. Hér ber því að líta örlita samantekt Vísis um sveitina. Fyrst af öllu ber að nefna að allir meðlimir sveitarinnar hafa tattúverað nafn hennar eða tákn á líkama sinn. Erfitt er að stimpla tónlistarstefnu sveitarinnar en einn gítarleikara hennar segir hana vera „hart bland í poka.“ Söngvarinn hefur áður gefið út að hljómsveitin spili „hátt“. „Við komum allir úr Grafarvogi og Kópavoginum,“ segir Víðir en bætir þó við að hann sé upphaflega úr miðbænum. Hljómsveitarmeðlimir hafi spilað lengi saman og áður undir hinum ýmsu nöfnum. Þar má nefna Kid Twist og Dandelion Seeds. Víðir telur að það hafi verið kringum 2012 eða 2013 sem Pink Street Boys nafnið festist við sveitina. „Nafnið kemur í raun frá æfingahúsnæði okkar við Skemmuuveg í Kópavogi. Bleika gatan maður,“ segir Víðir. Aðspurður segir hann að tilnefningin hafi komið þeim piltum talsvert á óvart. Þeir hafi fengið að vita af henni með dags fyrirvara og áttu ekki von á henni. Hljómsveitin samanstendur af Axeli Björnssyni (söngur og gítar), Jónbirni Birgissyni (gítar, bassi, söngur), Víði Alexander Jónssyni (gítar, bassi, söngur), Einari Birni Þórarinssyni (trommur) og Alfreð Óskarssyni sem lemur tambúrínu og heldur uppi stuðinu. Tilnefningin kom þeim piltum talsvert á óvart. Á Facebook síðu sveitarinnar, sem hefur tæpa þúsund fylgjendur, segir að helstu áhrifavaldar séu Link Wray, The Shadows og Madonna. Þar er einnig fullyrt að hljómsveitin sé sú háværasta á Íslandi. Pink Street Boys hefur að mestu spilað hérlendis en stefnan er tekin út á árinu. Ekkert er þó enn í hendi þar en líklegt verður að teljast að tilnefningin muni hjálpa til. Prins Póló var einnig tilnefnd til verðlaunanna fyrir plötu sína Sorrí en báðar sveitir rötuðu inn á lista Fréttablaðsins yfir tíu bestu plötur ársins 2014. Þar tróndi Prins Póló á toppnum en Pink Street Boys voru í sjöunda sæti.Fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af því þegar Pink Street Boys spilaði á KEXP útvarpsstöðinni meðan Iceland Airwaves stóð yfir. Tengdar fréttir Listamenn færa sig á iðnaðarsvæðin Fréttablaðið skoðar þrjár vinnustofur ungra listamanna, sem staðsettar eru á iðnaðarsvæðum fyrir utan miðbæ Reykjavíkur. 5. janúar 2015 12:30 Gestir mæti með eyrnatappa Pink Street Boys, Godchilla, Kvöl og Lord Pusswhip halda háværa tónleika í kvöld. 11. desember 2014 13:00 Kraumslistinn fyrir 2014 tilkynntur Verðlaunin afhent í lok mánaðar til þeirra tónlistarmanna sem skara fram úr. 4. desember 2014 09:30 Norrænu tónlistarverðlaunin: Prins Póló og Pink Street Boys tilnefnd Úrslitin verða kunngjörð á tónlistarhátíðinni by:Larm í Noregi þann 5. mars. 11. febrúar 2015 22:35 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Hljómsveitin Pink Street Boys var í gær tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir plötu sína Trash From The Boys. Margir hverjir hafa eflaust aldrei heyrt um hljómsveitina og velta vöngum yfir tilnefningunni. Hér ber því að líta örlita samantekt Vísis um sveitina. Fyrst af öllu ber að nefna að allir meðlimir sveitarinnar hafa tattúverað nafn hennar eða tákn á líkama sinn. Erfitt er að stimpla tónlistarstefnu sveitarinnar en einn gítarleikara hennar segir hana vera „hart bland í poka.“ Söngvarinn hefur áður gefið út að hljómsveitin spili „hátt“. „Við komum allir úr Grafarvogi og Kópavoginum,“ segir Víðir en bætir þó við að hann sé upphaflega úr miðbænum. Hljómsveitarmeðlimir hafi spilað lengi saman og áður undir hinum ýmsu nöfnum. Þar má nefna Kid Twist og Dandelion Seeds. Víðir telur að það hafi verið kringum 2012 eða 2013 sem Pink Street Boys nafnið festist við sveitina. „Nafnið kemur í raun frá æfingahúsnæði okkar við Skemmuuveg í Kópavogi. Bleika gatan maður,“ segir Víðir. Aðspurður segir hann að tilnefningin hafi komið þeim piltum talsvert á óvart. Þeir hafi fengið að vita af henni með dags fyrirvara og áttu ekki von á henni. Hljómsveitin samanstendur af Axeli Björnssyni (söngur og gítar), Jónbirni Birgissyni (gítar, bassi, söngur), Víði Alexander Jónssyni (gítar, bassi, söngur), Einari Birni Þórarinssyni (trommur) og Alfreð Óskarssyni sem lemur tambúrínu og heldur uppi stuðinu. Tilnefningin kom þeim piltum talsvert á óvart. Á Facebook síðu sveitarinnar, sem hefur tæpa þúsund fylgjendur, segir að helstu áhrifavaldar séu Link Wray, The Shadows og Madonna. Þar er einnig fullyrt að hljómsveitin sé sú háværasta á Íslandi. Pink Street Boys hefur að mestu spilað hérlendis en stefnan er tekin út á árinu. Ekkert er þó enn í hendi þar en líklegt verður að teljast að tilnefningin muni hjálpa til. Prins Póló var einnig tilnefnd til verðlaunanna fyrir plötu sína Sorrí en báðar sveitir rötuðu inn á lista Fréttablaðsins yfir tíu bestu plötur ársins 2014. Þar tróndi Prins Póló á toppnum en Pink Street Boys voru í sjöunda sæti.Fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af því þegar Pink Street Boys spilaði á KEXP útvarpsstöðinni meðan Iceland Airwaves stóð yfir.
Tengdar fréttir Listamenn færa sig á iðnaðarsvæðin Fréttablaðið skoðar þrjár vinnustofur ungra listamanna, sem staðsettar eru á iðnaðarsvæðum fyrir utan miðbæ Reykjavíkur. 5. janúar 2015 12:30 Gestir mæti með eyrnatappa Pink Street Boys, Godchilla, Kvöl og Lord Pusswhip halda háværa tónleika í kvöld. 11. desember 2014 13:00 Kraumslistinn fyrir 2014 tilkynntur Verðlaunin afhent í lok mánaðar til þeirra tónlistarmanna sem skara fram úr. 4. desember 2014 09:30 Norrænu tónlistarverðlaunin: Prins Póló og Pink Street Boys tilnefnd Úrslitin verða kunngjörð á tónlistarhátíðinni by:Larm í Noregi þann 5. mars. 11. febrúar 2015 22:35 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Listamenn færa sig á iðnaðarsvæðin Fréttablaðið skoðar þrjár vinnustofur ungra listamanna, sem staðsettar eru á iðnaðarsvæðum fyrir utan miðbæ Reykjavíkur. 5. janúar 2015 12:30
Gestir mæti með eyrnatappa Pink Street Boys, Godchilla, Kvöl og Lord Pusswhip halda háværa tónleika í kvöld. 11. desember 2014 13:00
Kraumslistinn fyrir 2014 tilkynntur Verðlaunin afhent í lok mánaðar til þeirra tónlistarmanna sem skara fram úr. 4. desember 2014 09:30
Norrænu tónlistarverðlaunin: Prins Póló og Pink Street Boys tilnefnd Úrslitin verða kunngjörð á tónlistarhátíðinni by:Larm í Noregi þann 5. mars. 11. febrúar 2015 22:35