Lífið

Norrænu tónlistarverðlaunin: Prins Póló og Pink Street Boys tilnefnd

Atli Ísleifsson skrifar
Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) og Axel Björnsson (Pink Street Boys).
Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) og Axel Björnsson (Pink Street Boys).
Tvær íslenskar hljómplötur voru í dag tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna – Sorrí með Prins Póló og platan Trash From The Boys með Pink Street Boys.

Úrslitin verða kunngjörð á tónlistarhátíðinni by:Larm í Noregi þann 5. mars og hlýtur vinningshafinn 30 þúsund norskar krónur, eða um hálfa milljón króna.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2010 og féllu þá í skaut Jónsa en síðustu ár hafa sænsku tónlistarmennirnir Goran Kajfes (2011), First Aid Kit (2012) og The Knife 2013 hlotið heiðurinn.

Að neðan má sjá þá sem tilnefndir eru til verðlaunanna þetta árið.

Emilie Nicolas – Like I’m a Warrior [NOR]

Gracias – Elengi [FIN]

Iceage – Plowing Into the Field of Love [DEN]

Lorentz – Kärlekslåtar [SWE]

Lykke Li – I Never Learn [SWE]

Mirel Wagner – When the Cellar Children See the Light of Day [FIN]

MØ – No Mythologies to Follow [DEN]

Neneh Cherry – Blank Project [SWE]

Pink Street Boys – Trash From the Boys [ICE]

Prins Póló – Sorrí [ICE]

Selvhenter – Motions of Large Bodies [DEN]

Todd Terje – It’s Album Time [NOR]






Fleiri fréttir

Sjá meira


×