Fótbolti

Deschamps stýrir Frökkum fram yfir HM 2018

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps skrifaði í dag undir nýjan samning við franska knattspyrnusambandið sem gildir fram yfir HM 2018.

Um tveggja ára framlengingu er að ræða en tilkynnt var í dag að forseti franska sambandsins, Noel Le Great, hafði frumkvæði að því að bjóða Deschamps framlenginguna.

Deschamps tók við franska liðinu af Laurent Blanc árið 2012 en Frakkar komust í 8-liða úrslit á HM í Brasilíu í sumar þar sem þeir töpuðu fyrir verðandi heimsmeisturum Þýskalands.

Deschamps er 46 ára gamall og var fyrirliði Frakklands þegar liðið varð heimsmeistari 1998 og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hann lagði skóna á hilluna árið 2001 en hefur síðan þá þjálfað Monaco, Juventus og Marseille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×