Fótbolti

Spænsku félögin hóta að fara í verkfall á miðju tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid á móti Barcelona.
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid á móti Barcelona. Vísir/Getty
Það er kominn mikill verkfallshljóð í forráðamenn félaga í spænsku úrvalsdeildinni það er annarra en risanna Real Madrid og Barcelona.

Rót vandans er ójöfn skipti sjónvarpstekna á félögin í deildinni en stóru liðin tvö fá margfælt stærri hluta af kökunni en önnur félög í deildinni.

Joan Collet, forseti Espanyol sem eru eins og flestir vita nágrannar Barcelona, hefur talað opinberlega um þann vilja "hinna" félaganna að fara í harðar aðgerðir til að fá meira af sjónvarpstekjunum.

„Það er skammarlega staða að tvö félög séu að fá meiri pening en öll önnur félög í Evrópu," sagði Joan Collet í útvarpsviðtali á Spáni norska Dagbladet skrifar um málið.

„Við erum tilbúnir að stoppa spænsku deildina ef þetta breytist ekki á næstu einni, tveimur eða þremur árum," sagði Collet harður í umræddu viðtali.

„Ég hef þegar talað við félög eins og Valenica. Við verðum að halda fund en við óttumst ekki það að fara í verkfalla ef kröfum okkar er ekki mætt," sagði Collet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×