Innlent

Vara við vatnavöxtum

Samúel Karl Ólason skrifar
Uppsafnað afrennsli (úrkoma og leysingarvatn) í millimetrum frá 13:00 föstudag 13. feb til hádegis sunnudag 15. feb.
Uppsafnað afrennsli (úrkoma og leysingarvatn) í millimetrum frá 13:00 föstudag 13. feb til hádegis sunnudag 15. feb. Mynd/Veðurstofan
Veðurstofa Íslands spáir mikilli rigningu sunnan og vestanlands með hlýindum síðdegis á morgun. Varað er við vatnavöxtum og hláku, en búast má við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla sunnan og vestanlands. Þar gæti sólarhringsafrennsli, úrkoma og snjóbráðnun samanlögð, farið vel yfir 100 millilítra.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að varað sé við vexti í ám á Snæfellsnesi, kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul.

Fólki er ráðlagt huga vel að frárennslislögnum og niðurföllum og hreinsa ís ef þörf sé á. Þannig megi koma í veg fyrir vatnstjón.

„Sunnanáttin sem veldur hlákunni er hvöss og má búast við að hún nái stormstyrk (meira en 20 m/s) þar sem hún steypir sér niður af fjöllum um landið V- og N-vert, samfara mjög snörpum vindhviðum. Síðdegis á sunnudag dregur úr vindi og kólnar, en snýst síðan í suðvestan éljaveður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×