Innlent

Djúp lægð upp að vesturströnd landsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Búast má við snörpum vindhviðum, 35-45 m/s á N-verðu Snæfellsnesi, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi.
Búast má við snörpum vindhviðum, 35-45 m/s á N-verðu Snæfellsnesi, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. vísir/vilhelm
Djúp lægð kemur hraðbyr upp að vesturströnd landsins í dag og með henni fylgja talsverð hlýindi og úrkoma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Búast má við suðaustan 15-25 m/s yfir daginn og mikilli rigningu SA- og A-til, eins á norðanverðu Snæfellsnesi.

Búast má við snörpum vindhviðum, 35-45 m/s á N-verðu Snæfellsnesi, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Einnig má búast við mjög snörpum vindhviðum við fjöll á Austfjörðum og Austurlandi, og eins á Tröllaskaga, einkum frá því síðdegis og fram á nótt.

Spáð er vatnavöxtum N-til á Snæfellsnesi, SA-lands og á S-verðum Austfjörðum þegar nýfallinn snjór bráðnar ásamt því að talsverð eða mikil úrkoma fellur í dag.

Greiðfært er á Hellisheiði og Þrengslum. Hálkublettir eða snjóþekja allvíða á Suðurlandi, ekki síst í uppsveitum.

Á Vesturlandi er víða hálka og eitthvað um snjóþekju. þungfært er á Fróðárheiði. Á Vestfjörðum er víða snjóþekja og snjókoma en þæfingsfærð með snjókomu er á Steingrímsfjarðarheiði, Klettshálsi og Kleifaheiði.

Vegir eru víða auðir á Norðurlandi eða aðeins með hálkublettum en sumstaðar er éljagangur. Hálka er í Víkurskarði.

Á Austurlandi er víða snjóþekja og snjókoma. Hálka er á Oddsskarði, Fagradal, Jökuldal  á  Möðrudalsöræfum. Greiðfært frá Höfn suður í Öræfasveit. Á Suðurlandinu er þjóðvegur 1 nánast auður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×