Fótbolti

Kristinn með sitt fyrsta mark fyrir Columbus Crew | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristinn er kominn á blað með nýja liðinu.
Kristinn er kominn á blað með nýja liðinu. Vísir/Pjetur
Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Columbus Crew í æfingarleik í gærkvöldi. Kristinn skoraði þá í tapi gegn FC Dallas.

Leikurinn var fyrsti æfingarleikur Kristins með Columbus, en hann gekk í raðir liðsins fyrir áramót.

Kristinn skoraði eina mark Columbus í 3-1 tapi gegn Dallas FC, en leikurinn var liður í fjögurra liða æfingarmóti.

Hin liðin eru Austin Aztex og D. C. United, en Kristinn og félagar mæta AUstin Aztex á morgun.

Myndband af marki Kristins má sjá hér að neðan, en markið kemur eftir 1:07 af myndbandinu sem er ansi áhugavert. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×